Já það er erfitt að sega til um hvort NBA hafi einhvern tíman verið jafn skemmtilegt og það hefur verið núna og er akkurat núna. Þó fyrstu tveir leikirnir í fyrstu umferðinni hafi ekki verið jafn góðir og spennandi eins og ég vonaði þá hafa leikmennirnir þó verið að brillera. Það er ekki á hverjum degi sem leikmaður skilar 20/20 tölfræði tvisvar sinnum í röð. En það er akkurat það sem hinn Dýrslegi Dwight Howard hefur verið að bjóða uppá í síðustu leikjum að meðaltali 29 stig og 21 frákast. Það er eiginlega ómannlegt. En hann er ekki sá eini sem hefur verið að sýna ómannlega takta í fyrstu umferðinni, Lebron James og Kobe Bryant hafa einni verið að sýna nokkuð sem ekki hver sem er ræður við. Kobe ákvað að skila 49 stigum og 10 stoðsendingum, ekki oft sem það fer saman að skora svona fáránlega mikið og senda margar stoðsendingar, en í nótt var það tilfellið hjá honum. Lebron er búinn að halda uppteknum hætti og er með 31 stig 7,5 fráköst og 8 stoð í fyrstu tveimur leikjunum. Chris Paul er einnig búinn að vera sóðalegur með sína tölfræði.
Séríurnar standa allar 2-0 nema detriot-philadelphia sem er 1-1. En einvígin eru langt frá því að vera búin. Væri gaman að heyra hvað þið segið um hvernig þau muni enda. Sjálfur stend ég ennþá fastur á því að Detriot eigi eftir að vinna þetta. Það getur svo sem allt skeð og deildin hefur sjaldan verið jafn spennandi.
Á Denver eitthver möguleika á því að vinna leik á móti lakers?
Hverjir verða meistarar?
Eruði sammála um að Kevin Garnett hafi átt að vinna verðlaunin varnamaður ársins í frekar en Marcus Camby?
Hver hlýtur verðlaunin MVP?
Hvernig fara seriurnar?
Hver er sóðalegasti leikmaðurinn þessa stundina í NBA?
Verður deildin jafn góð á næsta seasoni?