Eftir frábært regular season af NBA er komið af alvörunni. Playoffs 2008 byrjar nú á laugardaginn.
Í austurdeildinni verður þetta barátta milli Pistons og Boston en í vesturdeildinni er allt opið og allir geta nánast unnið alla.

Mín spá fyrir 1 umferð er svona


AUSTURDEILD

Boston(66-16)- Atlanta(37-45) 4-1

Boston eru með besta vinningshlutfallið
í deildinni og eru að spila frábærlega og ættu að fara frekar létt í gegnum ungt og flott lið Atlanta.


Detroit(59-23) - Philadelphia(40-42) 4-0

Detroit eru með reynsluna, þeir hafa farið langt á þessu liði undanfarin ár og fara létt með 76´ers en væntanlega stoppa þeir í úrslitum á móti Boston


Orlando(52-30) - Toronto(41-41) 4-3

Þetta verður rosaleg sería, Superman hefur verið að spila mjög vel í vetur og Hedu og Lewis hafa verið að skila sínu hjá Orlando. Gæti dottið hvoru megin sem er, en ég hallast frekar að sigri Orando.


Cleveland(45-37) - Washington(43-39) 4-2


Cleveland komst í úrslitin í fyrra og voru rassskeldir af Spurs. hef ekki trú á þeir þetta árið en Lebron mun væntanlega koma liðinu í 2 umferð.
Reyndar hafa Washington verið að spila vel í vetur án Arenas og ef hann verður í stuði þá er allt opið fyrir Washington en hann er ekki líklegur til þess á þessari stundu



Væntanlega fer Boston í Úrslitin úr austrinu




VESTURDEILDIN


Lakers(57-25) - Denver(50-32) 4-2

Já takk það er langt síðan efsta liðið og lið 8 hafa verið svo jöfn. Lakers hafa spilað vel án þess að Kobe hafi verið að skora 50 stig í öðum hverjum leik og eru því sigurstranglegri. En aftur á móti geta Denver skorað liggur við að vild (168 stig á móti Seattle) en vörnin ekki verið nógu góð . Lakers fer áfram og að minsta kosti 2 50 stiga leikir hjá Kobe.


Hornets(56-26) - Dallas(51-31) 1-4

Dallas kemur inn sem lið í 7 sæti en er samt sigurstranglegra. Sumir segja að þetta lið sé betur tilbúið fyrir playoffs heldur en liðið í fyrra (67-15) því þeir eru búinir að berjast fyrir lífi sínu síðasta mánuðinn. Kidd er farinn að spila vel og Dallas eru að toppa á réttum tíma.
Hornets eru ungir og hinn ótrúlegi Chris Paul mu eiga í erfiðleikum með að höndla pressuna.


Spurs(56-26) - Suns(55-27) 4-2

Spurs tekur þessa seríu, Suns eru komin með Shaq en það þarf meira til svo að Duncan og co detti út í fyrstu umferð. Og ef svo fer þá eru möguleikar Suns hverfandi á því að vinna titil með þessu frábæra liði sínu og munu væntanlega stokka upp liðinu í sumar.
En rimman milli Spurs og Dallas í 2 umferð verður væntanlega barátta um hvort liðið fer í úrslit á móti Boston



Utah(54-28) - Houston (55-27) 4-3

Utah er no4 en Houston er með betra vinningshlutfall of fær því heimaleikjarétt í þessari seríu,, hallast samt að því að Utah taki þetta í 7 leikjum. Houston hafa verið góðir en nú fara þeir að sakna Ming þegar á hólmin er komið (Dikembe er samt ótrúlega flottur þó hann sé 73 ára). Sloan mun ná að taka þetta lið í úrslit á mótir Dallas/Spurs.




Það er mjög ólíklegt að þetta gangi eftir og það er nær ómuglegt að spá í þessa leiki(sér í lagi Vesturdeildina) en mikið rosalega á þessi úrslitakeppni eftir að verða góð.


P.S Held að Kobe verði loksinns valinn MVP þetta árið