Michael Jordan hefur enn einu sinni sýnt að hann er meistarinn. Þótt að ég hafi ekki haldið með honum hérna í gamla daga þegar hann varð meistari hvað eftir annað og liðið mitt Phoenix Suns þurfti að bíta grasið eftir að hann var með um 42 stig að meðaltali í leik og ég henti vekjaraklukkunni minni sem var svo dýrt í vegginn og fékk ofsabrjálæðiskast. Þá er ég orðinn rosalega hrifinn af því hvernig hann er að spila og er að gera ótrúlega hluti með þessu lélega liði sem hann er í. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er best körfuknattleiksmaður sem hefur verið uppi. Að geta náð Washington Wizards yfir 50 % vinninghlutfall er jafn mikið og þegar hann varð meistari með Chicago eftir að hann kom aftur.
Eftir að hann átti lélegasta leik á ferlinum sínum með aðeins sex stig fyrir tveimur leikjum síðan og fólk var farið að tala um að honum væri farið að förlast, þá sýndi hann að það er ennþá kraftur í þessum rúmlega 39 ára fótum hans og saltaði Charlotte með 51 stigi ( næst mesta stigskor í vetur á eftir Tim Ducan 53 stig ) og hann fór síðan á kostum á móti New Jersey nú í nótt með því að skora 45 stig þarf af skoraði hann 22 stig í röð !!!!! Jordan hitti 16 af 32 skotum og 11 af 12 vítaskotum, tók 10 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Hann er ekki mannlegur. Maður bara trúir ekki að þessi maður sé að verða 39 ára í febrúar því að hann spilar eins og maður 10 árum yngri.
Það að skora 22 stig í röð var aðeins einu stigi frá nba metinu sem hann setti sjálfur á móti Atlanta þann 16 apríl 1987 en þá skoraði hann 23 stig í röð.