1. Keflavík 34
—————–
2. KR 32
3. Grindavík 30
4. UMFN 26
5. Snæfell 26
6. Skallagrímur 20
7. ÍR 18
8. Þór Ak. 18
—————–
9. Tindastóll 16
10. Stjarnan 16
—————–
11. Hamar 8
12. Fjölnir 8
Hamar og Fjölnir eru þegar fallin og hafa því að engu að keppa en öll hin liðin eiga eitthvað undir í kvöld.
Leikir kvöldsins eru eftirfarandi:
Stjarnan - Tindastóll
KR - Skallagrímur
Keflavík - Fjölnir
UMFN - Grindavík
Þór Ak. - Snæfell
Lítum nú á leikina lið fyrir lið.
Stjarnan - Tindastóll
Bæði þessi lið eru jöfn að stigum og sitja því jöfn í 9.-10. sæti. Með sigri í kvöld getur annað hvort liðið tryggt sér sæti í úrslitkeppninni, en þeir verða þó að stóla á að Þórsarar tapi sínum leik á móti Snæfelli. Stólarnir lögðu KR í síðustu umferð svo þeir eru til alls líklegir. Ég þori nú varla að spá um þennan leik en ég hallast að Stjörnusigri.
Þór - Snæfell
Nýliðar Þórs hafa komið nokkuð á óvart í vetur og sitja fyrir lokaumferðina í 8. sæti og eru á leið í úrslitkeppnina. Tapi þeir hins vegar í kvöld er úrslitakeppninsdraumurinn líkast til úti, og enginn vill vera í þeirri stöðu að þurfa að treysta á aðra til að komast áfram svo ég reikna með að Þórsar mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld. Þórsarar spila sína heimaleiki af einhverjum ástæðum sem mér er ekki kunnugt um í Síðuskóla, og öfunda ég þá ekkert af því. Aðstæður þar eru ömurlegar, bæði fyrir leikmenn og áhorfendur. Húsið er lítið og þröngt, gólfið slappt og körfurnar leiðinlegar. Ritaraaðstaðan er slöpp og síðast þegar ég kom þangað voru klukkur og stigaspjöld vart til staðar. Áhorfendabekkir eru vart til staðar, ætli húsið rúmi ekki sirka 100 manns. Þórsarar stefna að því að gjörnýta hvern einasta fermeter í kvöld og er frítt á leikinn í boði Íslenskra verðbréfa. Frábært framtak það.
En aftur að leiknum. Þórsarar hafa átt góða spretti í vetur og komið nokkuð á óvart en Snæfellingar eru solid lið og ríkjandi bikarmeistar og þeir ætla ekki að tapa þessu leik baráttulaust. Svo ef að Grindavík vinnur Njarðvík þá komast Snæfellingar upp í 4. sætið og tryggja sér heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Án efa hörkuleikur þarna á ferð í kvöld. Ég tippa á sigur Þórsara í framlengdum leik.
KR - Skallagrímur
KR-ingar vilja eflaust bæta upp fyrir lélegan leik í síðustu umferð sem og tryggja 2. sætið í deildinni svo ég reikna með þeim sterkum í kvöld. KR-liðið verður einfaldlega einu númeri of stórt fyrir Skallagrímsmenn og lokaniðurstaðan verður þægilegur sigur fyrir KR-inga.
Njarðvík - Grindavík
Það eru alltaf stórleikir þegar þessi tvö Suðurnesjalið mætast og ég efast um að leikurinn í kvöld verði nein undantekning. Njarðvíkingar verða að sigra til að tryggja 4. sætið en Grindvíkingar eiga möguleika á öðru sætinu ef KR-ingar tapa. En burtséð frá öllum sætum og stöðu í deild þá spila þessi lið uppá stoltið, hér er klassísk nágranna rimma á ferð þar sem allt er lagt undir. Njarðvíkingar njóta vissulega góðs af því að spila á heimavelli, eða í Ljónagryfjunni, og eru ekki árennilegir þar. Grindvíkingar eru hins vegar að komast á gott skrið fyrir úrslitakeppnina og eru að pússa saman liðið eftir kanaskipti. Þetta verður án vafa erfiður leikur fyrir mína menn í Grindavík en að sjálfsögðu spái ég þeim sigri!
Keflavík - Fjölnir
Að lokum er það leikur Keflavíkur og Fjölnis. Um þann leik hef ég ekkert að segja, það er bara spurning hversu stór sigur Keflvíkinga verður, hvort þeir ákveða að niðurlægja fallna Fjölnismenn eða hvort þeir slaki á og hvíli sig fyrir úrslitakeppnina. Ég giska á sirka 30 stiga sigur.
Að lokum fékk ég hér að lána smá texta rumsu frá karfan.is þar sem allir möguleikar úr leikjunum um síðasta sætið í úrslitakeppninni eru reifaðir. Ég vona að þeir erfi þetta ekki við mig að stela þessu svona án þess að biðja um leyfi:
Fari svo að ÍR og Þór vinni komast þau tvö áfram og hin tvö sitja eftir.
Tapi ÍR og Þór vinnur þá fara þau tvö áfram, sama hvernig fer í Garðabæ.
Vinni ÍR, Þór tapar og Stjarnan vinnur þá eru Þór og Stjarnan jöfn og Þór situr eftir.
Vinni ÍR, Þór tapar og Tindastóll vinnur þá eru Þór og Tindastóll jöfn og Þór situr eftir.
Tapi ÍR, Þór tapar og Stjarnan vinnur þá eru þessi þrjú jöfn og Þór situr eftir.
Tapi ÍR, Þór tapar og Tindastóll vinnur þá eru þessi þrjú jöfn og Tindastóll situr eftir.
Það ætti því að vera ljóst að það er mikið undir í kvöld og hvergi (nema kannski í Keflavík) muni menn gefa þumlung eftir. Ég hvet alla sem hafa tækifæri til til að skella sér á völlinn. Ef ekki er hægt að fylgjast með leikjunum á veflýsingu kki og Njarðvík - Grindavík á karfan.is
Allir á völlinn og áfram Grindavík!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _