Boston gera það gott
Boston Celtics hafa komið mjög á óvart í NBA-deildinni í ár. Þeir hafa sýnt hvað hægt er að gera ef allir í liðinu vita hvað þarf að gera, liðið þarf að vinna. Menn eins og Kenny Anderson er farnir að hugsa meira um liðið og nú eru tveir helstu sóknarmöguleikarnir þjóðnýttir, það eru Antoine Walker(með um 24 stig í leik, 8. í NBA) og svo Paul Pierce (með um 27 stig, 2. í NBA). Stóru mennirnir, Vitaly Potapenko og Tony Battie hafa staðið sig frábærlega og skipta þeir mínútunum nokkuð bróðurlega á milli sín, en Mark Blount kemur líka inn og spilar ca. 10 mínútur í leik.
Ég bíð enn spenntur eftir því að gamla brýnið Randy Brown fari að koma inn og stela mínútum af Kenny Anderson en Milt Palacio hefur verið að leysa hann af.
Það sem gerir Boston gott er ekki bara samvinna heldur er Antoine Walker lykilmaður. Hann getur tekið boltan upp og eru menn að þróa stöðu fyrir hann, eins konar point-forward. Walker hefur undraverða boltatækni, einnig er hann frábær skytta, en sama má segja um Paul Pierce. Þeir eru dálítið líkir leikmenn en fá lið eiga tvo menn eins og þá, sem geta stoppað þá.
Nýliðarnir hafa ekki komið eins vel út og maður þorði að vona. Joeseph Forte er á sjúkralistanum, en hann hefur aðeins komið inn á í tveimur leikjum og spilaði samtals 17 mínútur og skoraði 2 stig og það úr vítum. Ég man nú eftir Forte í háskóla í North Carolina, þegar þeir félagar töpuðu fyrir Florida Gators í final four 2000.
Kedrick Brown hefur einnig komið lítið við sögu, aðeins komið inná í 8 leikjum. Hann þarf að keppa við Paul Pierce, sem spilar rúmar 40 mínútur í leik, Erick Williams og Joe Johnson, en sá síðast nefndi er einnig nýliði. Joe Johnson hefur komið hvað best út, er með um 9 stig, 4 fráköst og einn stolinn bolta. Hann er fín skytta, þrátt fyrir að tölfræðin segi annað. Hann mun koma til og verða einn eitt aflið í framherjasveit Boston.
Eitt af uppáhöldunum mínum, Walter McCarty sem var góðborgari NBA deildarinnar í júni (vann einhver skemmtileg félagsstörf með krökkum) hefur lítið fengið að spila. Það vita allir að hann á mikið inni, en hefur þurft að bíta í það súra epli að sæta samkeppni Paul Pierce, Erick Williams og fleiri sterkra leikmanna.
Paul Pierce og Antoine Walker hafa verið tilnefndir sem stjörnuliðskandídatar og hafa þeir rekið “kosningabaráttu”. Þeir foru með 300 krakka í bíó og báðu þau um að kjósa sig. Hægt er að greiða atkvæði á NBA.com og vona ég að fólk velji þá sem eru bestir í hverja stöðu. Paul Pierce á heima í byrjunarliðinu og ég vona að hann verði valinn. Það er nokkuð öruggt að ef liðið heldur áfram að spila svona eiga bæði Walker og Pierce heima í liðinu. Hann er annar í deildinni í stigum og stolnum boltum. Ég myndi setja hann í stöðu lítils framherja, sökum þess að Allen Iverson er fyrstur í stolnum boltum og stigum.
Antione Walker er með 15 tvöfaldar tvennur (10 eða meira í tveimur af þessum þáttum; stolnum boltum, stigum, fráköstum, vörðumskotum og stoðsendingum.) Hann er í 5 sæti í deildinni í því. Hann er 8. stigahæsti og 9. sæti yfir flest fráköst.
Ég tel afar líklegt að Boston komist í úrslitakeppnina, en það ber ávallt að hafa varan á. Það er greinilegt að þessar nýju reglur henta Boston vel, því þeir hafa ekki fengið mikinn liðstyrk. En um leið og hin liðin læra inn á Boston gætu þeir átt í hættu sökum fárra sóknarvopna. En þangað til er Boston eitt besta lið Austursins og þeir verða meistarar á næstu árum, ef Pierce og Walker verða enn hjá liðinu.