Van Exel vill burt, Big Country o.fl. Nick Van Exel leikstjórnandi Denver Nuggets er orðinn þreyttur á því að tapa og vill burt.
Það gæti hinsvegar verið erfitt að skipta honum þar sem samningur hans er stór og feitur en hann gildir til ársins 2004. Mörg lið hafa sýnt honum áhuga en það er samningurinn og auk meiðsla í hnjám hans sem virðist fæla þau frá.

Miðherji Memphis Grizzlies, Bryant ,,Big Country“ Reeves gæti neyðst til þess að leggja skóna á hilluna.
,,Þetta lítur ekki vel út,” segir Reeves ,,Suma daga kemst ég ekki úr rúminu. Ég ligg í rúminu allan daginn með bakverki, jafnvel á góðum dögum verkjar mig, en ég get þó staðið upp og gengið. Maður hlakkar til betri daga."
Ef Reeves missir af 41 leik í röð geta Grizzlies sótt um tryggingu sem myndi ná yfir 80% af samningnum hans.

Jeff Van Gundy sem sagði starfi sínu sem þjálfari Knicks lausu gæti verið á leiðinni til Miami og starfa sem undirþjálfari, en við það starfaði hann einmitt þegar Pat Riley, núverandi þjálfari Miami, var aðalþjálfari Knicks.

Þrátt fyrir miklar umræður um félagaskipti þá mun Karl Malone að öllum líkindum spila í búningi Utah Jazz út leiktíðina, að minnsta kosti, en það var búið að orða hann við bæði Dallas Mavs og New York Knicks.


Heimildir: RealGm.com