Hér eru upplýsingar um liðinn í deildini og svo mína spá með.


Lið sem eiga möguleika á að verða meistara

Spurs
Liðið er nánast eins og liðið sem vann í fyrra og eru því líklegir til afreka. Duncan,Parker og Ginobili eru frábærir leikmenn sem eiga eftir að koma þessu liði lang en það sem er ekki að hjálpa þessu lið er aldurinn en í hópnum hjá þeim eru 9 leikmenn sem eru 30 ára eða aldri.

Suns
Án efa með stærsta og besta leikmana hópinn en verður það nó. Nash, Stoudemire, Marion, Barbosa, Diaw,Bell og núna bætist við Grant Hill sem er hokinn af reynslu. Þetta lið er til alls líklegt en þetta mun líklega vera síðasta árið sem allar þessar stjörnur eru saman í liði, því nú fara nokkrir að vilja stærri samninga.

Dallas
Töpuðu í fyrstu umferð úrslitakeppninar í vor eftir að hafa verið með besta árangur alla liða í deildini. Dirk MVP og Howard stjörnuleikmaður munu leiða þetta lið áfram en spurning er hvort að þeir hafi jafnað sig á síðasta tímabili.

Boston
Allt í einu eru Boston komnir með alvöru lið, þeir fórnuðu unglingastarfi sínu og framtíð með því að ná sér í tvo stjörnuleikmenn þá Ray Allen og Kevin Garnett. Þeir tveir og Pierce eiga eftir að mynda rosalegt þríeigi en spurning er hvort að aðrar stöður séu nógu vel mannaðar. Þess má geta að Houston(Olajuwon, Pippen, Barkley) og Lakers(Shaq,Kobe,Malon og Payton) höfðu prufað að vera með svona stórstjörnur en án árangurs.

Chicago
Þetta efnilega lið er bara orðið þræll gott. Deng,Hinrik,Gordon og Big Ben(Wallace) eru góðir leikmenn en nú þurfa þeir að fara að sýna að þeir eru tilbúnir að vinna alvöru leiki.

Detroit
Ætla að reyna en einu sinni. Billups, Hamilton, Princ og Rasheed Wallace munu leyða þetta lið en eftir framistöðu liðið gegn Cleveland í fyrra þá er maður ekki alltf bjartsýn en liðið vantar ekki leikreynsluna.

Lið sem gætu smollið saman og átt smá sén á titili]

Houston
Ming og McGrady fá nýjan þjálfara með mikla reynslu í Rick Adelman og hef ég trú á að hann eigi eftir að gera góða hluti með þetta lið. Ming er einn af bestu miðherjum deildarinar(ef ekki sá besti) og tel ég að liðið verði stórhættulegt.

Nets
Carter,Kidd og jefferson ætla að reyna enn eitt árið og spurning er hvort að þetta verði þeira ár, en ég efast um það.

Denver
Iverson og Carmelo í sama liðið lítur alltaf vel út en hvar er varnarleikurinn.

Utha
Áttu frábært tímabil í fyrra og nú á að byggja á því. Boozer og Wiiljams minna marga á malone og stockton og spurning er hvort að Kirlenko muni hjálpa aðeins meira í ár.

Lakers
Kobe er í liðinu og þá á liðið alltaf séns. Fisher er kominn aftur og ef Lakers liðið nær að halda sér frá meiðslum er aldrei að vita.

Washington
Butler,Arenas og Jamison eru góðir leikmenn en þeim vantar sterkari miðherji og meiri breydd. Arenas verður kannski í MVP hugleiðingum og þá er alltaf smá möguleika.

Toranto
Bosh er einn af betri leikmönum deildarinar en þetta lið náðu ótrúlegum árangri með fár stjörnur og verður spennandi að fylgjast með þeim

Heat
Shaq virkar þreyttir og Wadde alltaf meiddur. Maður má samt aldrei útiloka lið sem Pat Riley þjálfar.

Lið sem eru ekki mjög léleg en ekki nógu góð

Orlando
Fengu Lewis frá Seattle og er þá komnir með skorara en liðið vantaði það klárlega í fyrra. Howard er einn af bestu ungu leikmönum deildarinar og hef ég trú að liðið munu verða til alls líklegt á komandi árum.

New Orleans
Chris Paul er frábær leikstjórnandi en þetta lið lenti í miklum meiðslum í fyrra og ekki er víst hvernig það kemur til leiks og er stóra spurninginn hvort að Peja sé búinn að ná sér.

New York
Fengu Zach Randholp frá Portland og verður fróðlegt að sjá hann og Curry saman í teignum en þetta lið er svo illa statt fjárhagslega að ég sé ekki góða framtíð.

Charlott
Fengu Richardson frá Golden state og hann mun hjálpa þessu liði mikið. Ágætis breydd en vantar stjörnur

Golden State
Komu öllum á óvart í fyrra með því að leggja Dallas í úrlsitakeppnini eftir frábæra framistöðu B.Davis. Ég held samt að þeir gera ekki mikið í ár.

Lélegu liðin

Memphis
Paul Gasol er orðinn heill og Mike Miller er orðinn virkilega góður en það vantar eithvað meira í þetta lið.

Indiana
J. O'neal er frábær en ekki margir aðrir að gera eitthvað

Atlanta
Mjög efnilegt lið sem á eftir að láta af sér kveða en það verður ekki í ár

76ers
Eitt lélegasta lið deildarinar. Iverson farinn og liðið farið að byggja upp aftur

Minnisota
Garnett farinn eftir mörg frábær ár og liðið veitt ekki alveg hvernig það á að höndla það en liðið er með nokkra efnilega leikmenn(t.d Jefferson) en ekki meira en það

Bucks
Gætu komið sér í flokkinn fyrir ofan ef Redd og Bogut eiga stjörnutímabil

Seattle
Eru að byggja upp sterkt lið eftir ða hafa fengið Durant í nýliðavalinu en það tekur samt smá tíma að byggja upp eftir að þeir missti Lewis og Allen

Portland
Fengu Oden í nýliðavalinu en hann verður án efa einn af bestu leikmönum deildarinar eftir nokkur ár, því miður missir hann af tímabilinu sökum meiðlsa og á meðan verður Portland neðarlega.

Kings
Flottir á pappírnum en Bibby og Miller voru skelfilegir í fyrra en Artes og Martin stóðu fyrir sínu. Andlaust lið

Clippers
Brand meiddur sme þíðir að tímabilið er búið hjá þeim. Eru komnir á sinn stað sem er á botni deildarinar.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt