Er þetta Spurs lið samt orðnir Stórveldi í sögu NBA(Dynasty)?? Það hafa verið nokkur sönn stórvöldi eins og Minniapolis lakers(50's), Boston(60's), Lakers og Boston(80's), Bulls(90') og jafnvel Lakers frá 2000-2002. Spurs afturámóti hafa unnið 99,03,05 og núna 2007 og hafa því unnið 4 sinnum á 9 árum sem verður að teljast nokkuð gott en það sem margir hafa gangrýnt þá fyrir og telja að geri lið að stórveldi er að verja titilinn sinn en það hafa þeir aldrei gert og þanngað til verða þeir aldrei talið stórveldi.
Það sem hefur líka sett smá skugga á Spurs eru að þeir hafa stundum fengið auðvelda aðstæðinga bæði í úrslittakeppnini og í úrslitunum sjálfum(bara 2005 var alvöru lið á móti þeim, Detroit). 1999 var líka skrítið tímabil í NBA þar sem það var miklu styttra sökum verkfalls og tala sumir spekingar um B-tímabil.
Það fer samt ekki milli máli að þetta spurs lið hefur haft marga frábæta leikmenn en þó stendur Duncan þarna uppúr, að fyrstu tveimur titlunum fékk hann góða hjálp frá David Robinson og síðustu tveim frá Ginobili og Parker. Ég hafði mjög gaman að fylgjast með þeim en til þess að þeir verða flokkaðir sem stórlið verða þeir að vinna næsta ár og sanna að þeir geta varið titilinn sinn.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt