Kobe Bryant Í þessari grein ætla ég að skrifa um uppáhalds körfuboltaleikmanninn minn Kobe Bryant.


Hann er einn af bestu körfuboltamönnum í NBA í dag og einn af bestu körfuboltamönnum sem til hafa verið.
Kobe Bryant fæddist í Philadelphiu í Bandaríkjunum 23. ágúst 1978. Kobe var fyrsti bakvörður í sögu NBA sem var valinn beint úr menntaskóla (high school) í nýliðavali NBA árið 1996. Í nýliðavalinu var hann valinn af Charlotte Hornets en Kobe tilkynnti fljótt að hann vildi spila fyrir LA Lakers og fimmtán dögum seinna var honum skipt fyrir Vlade Divac til Lakers. Kobe Bryant er með eitt flottasta stökkskot í NBA og líka einn af hittnustu mönnum í NBA.
Kobe Bryant spilar sem bakvörður og er 198 cm á hæð og er 100 kg, hann er nýlega búinn að skipta um númer en hann spilaði alltaf númer 8 en núna númer 24.
Ferill Kobe Bryant hefur verið mjög farsæll árið 1997 vann hann troðslukeppnina og var hann yngstur til að gera það, 18 ára og 175 daga. Árin 2000, 2001 og 2002 leiddu Kobe og Shaquille O’Neal Lakers til NBA meistaratitilsins. Kobe hefur tvisvar orðið verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP-most valuable player) og hann hefur verið níu sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar. Leiktíðirnar 2005-2006 og 2006-2007 leiddi hann NBA deildina í flestum stigum í hverjum leik. Leiktíðina 2005-2006 skoraði hann að meðaltali 35,4 stig í leik sem er 9. hæsta í sögu NBA, og leiktíðina 2006-2007 skoraði hann 31,6 stig að meðaltali í leik.Hann hefur skorað næst mest í einum leik í sögu NBA eða 81 stig á móti Toronto Raptors 22. janúar 2006 og hann er yngsti leikmaður til að skora 19.000 stig sem hann gerði 28 ára og 233 daga á móti Denver Nuggets 3. apríl 2007. Hann hefur skorað flestar 3ja stiga körfur í einum leik sem hann deilir með Donyell Marshall en það eru 12 þristar. Kobe er yngsti leikmaður sem hefur byrjað inná í fyrsta leikhluta í NBA þá var hann 18 ára og 158 daga og hann er yngsti leikmaður til að byrja NBA stjörnuleikinn þá 19 ára og 175 daga. Kobe er líka yngsti leikmaður til að vera valinn í varnarlið NBA leiktíðina 1999-2000, einnig er hann yngstur til að vera valinn í nýliðalið NBA leiktíðina 1996-1997.