Leiktímar
Leikur 1 7.júní Spurs heima
Leikur 2 10. Júní Spurs heima
Leikur 3 12. júní Cleveland heima
Leikur 4 14. júní Cleveland heima
Leikur 5 17. júní Cleveland heima(ef þarf)
Leikur 6 19. júní Spurs heima(ef þarf)
Leikur 7 21.Júní Spurs heima(ef þarf).
Spurs
Eru með mikla reynslu og er eiginlega eina liðið sem er búið að halda sér nálagt toppnum undanfarinn 10.ár í NBA. Fyrsta var það D.Robinson sem var stjarnan en nú er það Tim Duncan sem stjórnar skipinu. Þetta er sterkt lið bæði varnarlega og sóknarlega, en sóknar leikurinn fer nánast allur í gegnum Duncan sem er án efa einn af bestu leikmönum deildarinar. Spurs verða án efa sigurstraglegri í þessu einvígi því þeir eru með fullt af flottum leikmönum og reynslumiklan þjálfara.
Leikmenn Spurs
C Fabricio Oberto
Þetta er leikmaður sem gerir skítverkinn, hann er góður varnarmaður og ágætis skotmaður af stuttu færi. Þetta er barátujaxl sem tekur mikið af fráköstum og leggur sig alltaf fram.
PF Tim Duncan
Er stjarna liðsins. Hann hefur hjá körfubolta IQ(greind) og stjórnar bæði varnarleik og sóknarleik liðsins. Þetta er sterkur varnamaður sem getur dekkað hvaða stóra mann sem er. Hann er með gott stökk skot og er mjög góður með bakið upp að körfuni. Þetta er sendingar snillingur en hefur átt í vandræðum með vítakotinn.
SF Bruce Bowen
Er varnarsérfræðingur liðsins. Hann er oftast látinn dekka besta sóknarmann aðstæðingsins. Þetta er reynslubolti sem er ágæt 3 stiga skytta en býr yfir mjög takmörkuðum sóknarleik.
SG Michael Finley
Fyrum stjarna frá Dallas, sem er búinn að sæta sig við minna hlutverk hjá Spurs. Góður sóknarmaður sem getur keyrt að körfu og skotið fyrir utan. Hann hefur því miður miss töluvert af sprenkikraftinum og hraðanum sem hann bjó yfir en þetta er reynslubolti sem hefur verið að spila vel.
PG Tony Parker
Eldfljótur leikstjórnandi sem er með þeim bestu í deildini. Hans helsti styrkur er hvers fljótur hann er og er hann mjög duglegur að keyra upp að körfuni. Parker hefur bæt sig mikið í stökk skotum en það var hans veikleiki hér áður fyrr en virðist vera einn af hans stykleikum í dag. Það sem háir honum hvað mest er hvað hann er lítil og á hann í erfileikum með að dekka bakverðina hjá hinum liðunum þegar þeir baka með hann inní teig.
6. maður Manu Ginobili(Sg,Sf)
Fjölhæfasti leikmaður liðiðsins. Hann er frábær sóknarmaður sem getur keyrt að körfuni og skotið fyrir utan. Hann spilar alltaf mun meira en Finley og hefur reynst þessu liði mjög vel. Hann ásamt parker og Duncan eru lykilmenn liðsins
Aðrir leikmenn sem munu spila stór hlutverk.
Robert Horry (pf) Hefur skorað margar mikilvægar flautukörfur í úrslitakeppnum og hefur hann unnið 6. NBA tilta(Houston 2, Lakers 1 og Spurs 1).
Leið Spurs í úrslitinn
Spurs-Denver 4-1
Spurs-Suns 4-2
Spurs-Utha 4-1
Cleveland
Hefur komið mörgum á óvart með því að vera komnir svona langt. Allir áttu von á því að Lebron James myndi leiða þetta lið einhver tíman í úrslit NBA en ekki strax. Þetta er ungt lið þar sem James er allt í öllu og svo nokkrir meðalleikmenn sem geta átt góðan dag. Þeir eru sterkir varnarlega en misjafnir sóknarlega og fer það eftir hvort að aukaleikarar James eru að hitta úr skotunum sínum. Þeir eru að spila til úrslita í fyrsta sinn en á tíma Jordans, þá voru þeir með hörku lið en Jordan sá alltaf til þess að þeir komust alldrei langt í úrslitakepppnini. Nú er það james sem er kominn í Jordan hlutverkir og verður fróðlegt að fylgjast með honum.
Leikmenn Cleveland
C Zydrunas Ilgauskas
Er allgjör risi inn í teig enda 7-3 fet. Hann er með gott skot og er góður frákastari enda mjög stór. Þetta er stjörnuleikmaður sem er liðinu mjög mikilvægur en hann er líka ágætis varnamaður. Hann á það til að reyna stundum bull skot í sóknini en þetta er reynslumikil leikmaður sem á eftir að mæða mikið á.
PF Drew Gooden
Þetta er frekar solit PF fyrir Cleveland, ágætur varnamaður sem er góður frákastari og getur skorað nálagt körfuni. Hann er með ágætis skot en er ekki eins sterkur með bakið upp að körfuni. Hann þarf samt að bæta sendingarnar en hann á stundum eina til tvær í leik sem eru fáranlegar.
SF Lebron James(spilar stundum líka PG,SG og jafnvel PF)
Er stjarna liðsins. Hann er góður varnamaður og frábær sóknarmaður, sem býr yfir þvílíkum sprengikrafti að annað eins hefur varla sést. Hann er tröll að burðum og getur bæði skotið utan af velli og keyrt sterkt upp að körfunu. Það sem gerir hann kannski en þá betri er að hann hefur háa Körfubolta IQ og spilar fyrst og fremst til að vinna og er þá alveg sama hvort að hann skori 10 eða 40 stig til þess að það takist. Hann er mjög góður sendingamaður og þetta verður án efa ekki hans síðasta úrslitaeinvígi á ferlinum. James verður að eiga frábært einvígi til þess að Cleveland eiga einhverja möguleika.
SG(PG) Alexander Pavlovic
Er ágæt skyta sem er í hálfegerðu aukahlutverki hjá liðinu. Hann tekur bara skot þegar hann er galopinn en hann er ekki roslalega sterkur varnamaður. Hann gerir samt það sem hann á að gera mjög vel og er mjög góður Team player.
PG(SG) Larry Hughes
Átti að vera sá maður sem hjálpaði James hvað mest. En hefur eiginlega aldrei staðið undir væntingum. Þetta er góður sóknarmaður en frábært varnamaður og er það hans helsti styrkur. Hann hefur átt við meiðsli að stríða en þetta er maður sem á örugglega eftir að elta Ginobili og Parker út um allan völl. Mikilvægur Cleveland því hann,James og Ilgauskas eru einu leikmenn liðsins sem geta búið til sitt eigi skotfæri.
6. maður Anderson Varejao(pf,C)
Er orkuboltinn af bekknum. Þetta er góður varnamaður sem eltir alla lausa bolta og leggur sig 100% fram. Hann á eftir að fá sínar mín á Duncan.
Aðrir leikmenn
Damon Jones 3 stiga skyta mikill(kemst stundum ekki í gang)
Daniel Gibson átti stjörnuseríu á móti Detroit eftir að hafa gert lítil í allan vetur(Nýliði)
Donyell Marshall gamal reynslubolti og góð skytta.
Leið Cleveland í úrslit NBA
Cleveland-Washington 4-0
Cleveland-Nets 4-2
Cleveland-Setroit 4-2
Mín spá:
Ég held að þetta verður skemmtileg einvígi en ég tel að Spurs verður aðeins of stór biti fyrir Cleveland.
Spurs vinna þetta 4-2
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt