Já undanúrslitinn í NBA er hafinn og verður gaman að fylgjast með hverjir komast áfram.

Spurs-Utha staðan í dag 1-0
Þarna virðist Spurs einfaldlega vera of sterkir. Þessi lið spila reyndar svipaðan bolta þar sem þeir láta boltan ganga inn í teiginn og strax aftur út ef þar er allt lokað. Þetta er líkamlega sterk lið sem berjast fyrir hverjum bolta en það er eins og að Utha sé B-lið af Spurs. Því Bozer er aðeins verri en Dunca,Derek Willjams er aðeins verri en Parker o.s.frv. Ég spái 4-2 fyrir Spurs og ég gett lofað ykkur að Sloan mun láta sína menn berjast hverja einustu sek.

Detroit-Cleveland
Þetta er eins og Detroit-Bulls í gamladaga þegar Detroit var að slá út Jordan og félaga ár eftir ár. Detroit spilaði harðan varnarleik og gátu líkað skorað(eins og núna) og Bulls voru með Jordan sem var stórkostlegur og nokkar lala leikmenn með honum(eins og James í dag). Ég held að Detroit munu klára þetta en tími James mun einhvern tíma koma og hann munn komast í úrslitinn.
Mín spá Detroit 4-3
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt