Sælir.. Það er nú ekki mikið búið af þessu keppnistímabil en þó er margt hefur verið að koma á óvart. Ég efast reyndar ekki um að eitthvað af þessu eigi eftir að breytast en hver veit? :)
1. Skiptin í nba.
Grizzles sendu Shareef Abdur-Rahim til Atlanta í staðin fyrir Brevin Knight, Lorenzen Wright og 3 val sem er Paul Gasol. Talið var að Atlanta mundi Hagnast á þessu en svo hefur EKKI verið!.
Shareef er að skila um 9 fráköstum, 17 stigum og 34 prósent hittni. Einnig gengur ekkert hjá Hawks.
Lorenzen Wright er einn að skila 20 stigum og 14 fráköstum í leik! Einnig er Pau Gasol að koma á óvart með um 15 stig en hann er 7-0/2.13cm á hæð. Og stefnir í að þetta verði framtíðar stjarna í deildinni!
Chicago sendu Elton Brand til Clippers í staðinn fyrir valrétt sem er Tyson Chandler.
Elton brand er 20-10 maður og er sífellt að bæta sig.. þ.e.a.s hann er að fjölga stoðsendingum og fækka turnovers hjá sér.. Aftur á móti virði Chicago vera enn og aftur að “skíta” á sig og takast að gera sig að verra liði eftir því sem árin líða.
Tyson Chandler er með fleir turnovers heldur en fráköst en maðurinn er 7-0 á hæð (2,13cm) Hann virðist bara ekki geta neitt og gert gríðarleg mistök með því að hafa stokkið beint í deildina!!
Nets og suns virðast bæði hagnast á þessu skiptum sem þau gerðu. Það er náttúruleg greinilegt að Nets hagnast “meira” en Suns hafa ekkert orðið verri :)
2. Leikmenn sem hafa komið á óvart.
Nick Van Exel.
-Menn bæta sig nú vanalega svona fyrstu árin en hann er búinn að vera í deildinni um 8 ár og tekur alltíeinu núna uppá því að hækka meðalskor sitt uppí 27 stig í leik! Einnig er hann með 8 stoðsendingar í leik og Denver er að gera ágæta hluti miðað við að vera án Antonio McDyess! Einnig má geta þess að Avery Johnson er að gera fína hluti.. Næst stigahæstur í liðinu með 11 stig en ég hélt að þessi leikmaður væri búinn!
Predrag Stojakovic ( Sacramento Kings)
-Hann er að gera fína hluti en þessi maður er einn hittnasti maðurinn í deildinni! Kings eru líka að spila MJÖG vel þrátt fyrir að hafa verið án Chris Webber!
Wally Szczerbiak Minnesota
-Ein af ástæðum þess að Minnesota eru búnir að vera að spila svona vel. Hann er að skila inn 19 stigum í leik. Einnig er Rasho Nesterovic að skila góðum hlutum af bekknum.
Danny Fortson Golden state.
Hann er með 14 fráköst í leik og 11 stig. Í fyrra spilaði hann aðeins 6 leiki áður en hann meiddist og var með 17 fráköst og 17 stig í leik! Þannig að þetta virðist ekki vera nein tilviljun.
3.Lið sem hafa komið á óvart og valdið vonbrigðum.
Nets, Timberwolves, Detroit, Golden state finnst mér vera að spila betur en ég átti von á!
En þau lið sem hafa verið að valda mér vonbrigðum miðað við mínar væntingar eru Atlanta, Utah, Portland og Miami..
Jæja, Læt þetta nægja :)
kv.
cul-de-sac