Það er allt að verða vitlaustí þessum einvígum og allt getur gerst í mörgum þeirra.

Detroit-Orlando 3-0
oki þetta einvígi er víst nánast búið.

Clevland-Washington 2-0
Washington á víst litla möguleika, enda vantar Butler og Arenas.

Toranto-Nets 1-2
Hörkueinvíg eins og við mátti búast. Nets vann síðasta leikinn í nótt og hafa yfirhöndina en ég held að Toranto munu ekki gefast upp og ná að vinna næsta.

Bulls-Heat 3-0
Óvæntir hlutir að gerast. Ekki það að Bulls átti ekki möguleika heldur að þeir eru komnir í 3-0 og meistararnir eru greinilega ekki alveg tilbúnir í þetta og líklega að detta úr leik. Lið sem lenda 3-0 undir hafa aldrei komist áfram og ég sé það ekki gerast í þessu einvígi.4 leikur beint á sýn á morgum

Dallas-Golden State 1-2
Hér eru líka óvæntir hlutir að gerast. Eftir að Dallas vann leik númer 2. Hélt maður að þeir væru komnir í gang og mundi klára þetta núna en Golden State komu sterkir í nótt og unnun sangjarnan sigur með Davis fremstan í flokki. Ég held nú að Dallas munu komast samt áfram en Golden state eru að gera þettta spennandi.

Suns-Lakers 2-1
Eftir að Suns rústuðu Lakers í leik 2. Hélt ég að Lakers væru nánast að gefast upp. Kobe skoraði 45 stig og Odom og Kvame áttu góðan 3 leik og lakers náðu að minka muninn. Suns munu samt líklega klára þetta einvígi en spurning hvort að Lakers geta gert þetta spennandi með því að vinna í nótt.

Spurs-Denver 1-1
Leikurinn í nótt mun ráða miklu um framhaldið og tel ég að Spurs munu klára hann með Duncan fremstan í flokki. Það er samt gaman að fylgjast með Iverson og Carmelo saman.

Houston-Utah 2-1
Þetta verður spennandi en eftir að Houston unnu fyrstu tvo örugglega svaraði Utha með því að halda Houston í aðeins 67 stigum í 3 leiknum og klárðu þann leik örugglega. Houston kemst líklega áfram en Utah munu samt láta finna fyrir sér.

Mér finnst að Sýn ætti að sína frá fleiri leikum í beini útsendingu(ekki bara helgar).


p.s
Camby var valinn besti varnarmaður deildarinar
Barbosa besti 6 maður
Sam Mitchel besti þjálfari
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt