Nú spyr ég eru Toronto með meistaralið núna strax eftir svona stutta bið. Þetta lið var stofnað árið 1995 og hafa þeir komist langt á stuttum tíma á miðað við að Memphis Grizzlies voru stofnaðir á sama ári og hafa þeir ekki enn komist i úrslitakeppnina. Í fyrra voru Raptors einu skoti frá lokarimmu úrslitarkeppni austurdeildar og sannar það á hvaða stig þeir eru komnir eftir 6 ár.

Núna eru þeir búnir að losa sig við Charles Oakley til Chicago Bulls sem er bara breyting til hins betra og eru síðan búnir að koma “Draumnum” Hakeem Olajuwan í liðið sitt í tvö ár. Hann mun líklega ljúka ferlinum sínum þarna. Þó að Hakeem sé orðinn gamall hefur hann ennþá hæfileikana í sér, það munu koma leikir sem allir “baselinefadeawayjumpers” (eða eins og ég kýs að kalla það endalínuburtstökkstökkskotin) munu falla og hann mun koma með sínar óstöðvandi hreyfingar og leika sér að bestu miðherjum deildarinnar(Við skulum ekki gleyma því að hann tók Shaquille O´Neal í skóla þegar Hakeem vann fyrsta titilinn sinn). Hann kemur með 15 ára og tveggja meistaratitla reynslu til Toronto og getur skilað um 15-20 stöðugum mínútum á hverju kvöldi og skorað kannski fáein stig í leiðinni.

Vince Carter hefur ákveðið að spila í Kanada í nokkur ár enn og ég þarf líklega ekki að minna nokkurn mann á hvað sá drengur getur gert. Hann er hefur unnið troðslukeppnina og sett met fyrir flestar þriggjastiga körfur í leik(11 held ég). Hann getur einnig klárað leiki þegar lítið er eftir og leikirnir eru jafnir. Hann er rétt rúmlega tvítugur og er ekki bara með bestu bakvörðum í deildinni heldur hugsanlega besti leikmaður í deildinni nú þegar.

Svo er Alvin Williams sem er frábær leikstjórnandi. Hann hefur ákveðið að halda sig í Toronto í faein ár líka og styrkja enn meira þegar frábæra liðsheild Toronto

Svo má ekki gleyma Antonio Davis sem er frábær miðherji sem mun keppast við “Drauminn” um mínútur í vetur. Hann og “Draumurinn” eru að mínu mati bestu miðherja skotmenn í deildinni. Antonio er einnig kornungur en er þegar kominn í landslið bandaríkjanna sem mun spila á heimsmeistaramótinu árið 2002.

Lenny Wilkens mun halda áfram sem þjálfari Toronto og hefur hann spilað og þjálfað í marga tugi ára. Hann á að baki um 1000 sigra og munu líklega bætast nokkrir við á þessu komandi tímabili.

Ég held að Toronto gætu komist í úslitin sjálf ef þeir standa sig í ár. Þeir eru komnir með það mikla breidd í liðið að þeir eiga að komast langt.


Kveðja Axel 86