MVP

Kobe Bryant, skytta LA Lakers er besti leikmaður NBA í dag. Hann er fær um að sigra leiki nánast upp á eigin spýtur. Kobe Bryant verður ekki MVP (Most valued/valuable person). Allavega ekki þetta tímabil.
Hérna erum við komin 21. viku inn í adrenalín kikkið sem NBA tímabilið er og ég held það sé kominn tími til að skilgreina hvað gerir mann nákvæmlega að MVP.
Eftir að hafa lesið hvert einasta tímarit, dagblöð og pistla um það á netinu, er það mér ljóst að allir hafa sitthvert álitið. Og því meir sem ég hugsa um það, því meir verður mér ljóst að það er ekkert ákveðið rétt eða rangt svar. Að þessu sagt, hef ég ákveðið að lista nokkra eiginleika sem ég leita að þegar ég reyni að velja sigurvegara fyrir eftirsóttastu einstaklingsverðlaunin.

Sigurvegari
Að sigra er ekki allt, en er nálægt því. Því er það ástæða númer eitt að Dirk Nowitzki, besti leikmaður besta liðsins í deildinni hefur vinninginn sem MVP.

Rólegastur undir pressu
Verðmætasti leikmaður deildarinnar ætti að geta sýnt sig í jöfnum leikjum. Hvort sem það er að eiga fjórða leikhluta eða skora flautukörfuna (Gilbert Arenas hefur gert fjórar flautukörfur í vetur) þá skín MVP í gegn undir pressu.

Gerir aðra í kringum sig betri
Þegar maður hugsar um þetta þá kemur eitt nafn ósjálfrátt upp í huga manns: Steve Nash útaf þessum frábæru stoðsendingum. Það eru fleiri, eins og Shaquille O’Neal sem stjórnar tvídekkunum eða Tim Duncan sem sýnist manni alltaf gera fullkomið spil, sem geta látið aðra vera betri án þess að skora endalaust af stigum.

Forystuhæfileikar / veit hvað þarf að gera.
MVP veit hvenær þarf að hvetja aðra leikmenn til dáða og hvenær þarf að hætta. Hann veit líka hvenær þarf að gefa boltann og hvenær þarf að taka yfir leiknum.
Skyttan Dwayne Wade er fullkomið dæmi.

Lið myndi eiga erfitt án þeirra
Það er nokkuð öruggt að ef þú myndir taka Nowitzki eða Nash af Dallas eða Phoenix, gætu liðin ennþá barist um sigur. Hvernig myndi Lakers komast af án Kobe?
Þeir væru allavega pottþétt ekki á leiðinni í úrslitin. Hægt er að bera þetta saman við öll lið í deildinni.

Tölur
Í flestum tilfellum, þá lýgur tölfræðin ekki. Stig, fráköst, stoðsendingar og skotnýting sýna manni best hver er að gera hvað. En jafnvel bara þótt einn leikmaður sé betri tölfræðilega séð þýðir það ekki að hann sé verðmætari. Verðmætasti leikmaðurinn veit nákvæmlega hvað þarf fyrir liðið til að komast áfram.
Eftir að hafa farið vel og vandlega yfir þessi aðal skilyrði fyrir MVP, kemur upp hrúga af leikmönnum í huga manns. Í lok dagsins stendur bara einn uppúr. Sá leikmaður á þessari stundu er Dirk Nowitzki.

Þessi grein er þýdd af sjálfum mér frá www.nba.com.
Hér getið þið séð greinina á ensku og tölfræði hæfileikaríkustu leikmannanna í deildinni: http://www.nba.com/features/player_rankings.html


Með kærri kveðju, Siggi