Nú þegar úrslitakeppnin í NCAA er á fullu fjöri er fólk mikið að spá í hugsanlegum nýliðum fyrir valið 2007. Ég ákvað að skrifa grein um valið og þá leikmenn sem mér persónulega líst vel á, hvert þeir gætu farið og hvernig þeim mun ganga.
Greg Oden/214 m./126 kg. - Ohio State
Oden er stór og stæðilegur miðherji og rosalegur shot blocker. Ég spái því að Memphis taki hann sem ýtir þá enn meira undir að Pau Gasol sé á förum þaðan. Oden hefur unnið til margra einstaklingsverðlauna á “high school levelinu”.
Í Memphis mun Oden spila með Rudy Gay og mun það vera rosalegur “frontcourt” eftir 2-3 ár.
Kevin Durant/206 m./102 kg. - Texas Varsity
Durant er einn rosalegasti íþróttamaður sem ég hef persónulega séð. Þó hann skortir líkamlegan styrk þá er það ekkert sem ekki er hægt að bæta. Hann er forward og leiðir “The Big 12” sem er riðill í NCAA keppninni í stigum og fráköstum per leik. (t.d. skoraði hann 37 og greip 23 fráköst gegn Texas Tech)
Boston mun líklega grípa hann en þar mun Durant spila með Paul Pierce, Telfair og allskonar talentum. Þar sem hann spilar mest SF geri ég ráð fyrir því að hann verði á eftir Pierce þar sem Al Jefferson er PF, en ég vona að Pierce geti kennt honum vel.
Joakim Noah/211 m./105 kg - Florida Varsity
Noah spilaði ekki mikið fyrsta tímabil sitt í Florida (10.3 mín per leik) og sýndi ekki mikinn þroska í leik sínum þá. Annað ár sitt blómstraði hann þó algjörlega og leiddi lið sitt í stigum (14.2) og vörðum skotum (2.4) per leik og annar í fráköstum (7.2). Ég spái því að Suns taki Joakim sem back-up fyrir Raja Bell (og auðvitað sem efni fyrir framtíðina). Hann var valinn MVP í Minneapolis riðlinum í NCAA keppninni.
Noah er stór og stæðilegur en eldsnöggur miðað við stærð sína og er erfitt að verjast gegn honum.
Yi Jianlian/212 m./104 kg. - Guangdong Tigers
Yi er af mörgum sagður næsti Yao Ming, þó ég haldi að það sé smá hype í kringum það. Hann spilar center/forward og er með góðan post leik. Ég spái því að Milwaukee grípi hann en það fer eftir því hvernig hann stendur sig í kínversku deildarkeppninni (hægt er að fylgjast með henni á nba.com). Eins og Yao var, er Yi frekar mjór og mun það væntanlega taka sinn tíma fyrir hann að aðlagast hraða deildarinnar og styrkleika.
Brandan Wright/206 m./93 kg. - North Carolina
Brandan er ungur að aldri en spilar mjög þroskaðan og agaðan leik. Hann er fyrstur í vörðum skotum per leik hjá NC (1.7) og annar í fráköstum og stigum (15 og 6.4). Hann var valinn nýliði ársins ACC 2007. Ég spái því að Charlotte taki hann en þar mun hann spila fyrir aftan Emeka Okafor (þ.e.a.s. ef Okafor spilar PF, ekki center). Okafor gæti kennt honum mikið og ég held að Wright geti orðið stöðugur leikmaður í NBA deildinni.
Þá er þetta komið fínt núna, endilega komið með skoðanir og bendið á villur ef þið sjáið.
(ætla að benda hér á nokkrar klippur af þessum leikmönnum)
Durant; http://youtube.com/watch?v=3f6ZCHE6WCY
Oden; http://youtube.com/watch?v=1xEtSZof7zk
Wright; http://youtube.com/watch?v=yMB8KvQReUU