Nú er úrslitakeppnin að hefjast og iðar því margur körfuboltaáhugamaðurinn í skinninu af spenningi. Deildin hefur sjald verið jafn jöfn, en því er ekki að neita að Njarðvíkingar hafa verið í algjörum sérflokki í deildarkeppninni.
Allavega, ég ætla aðeins að spá í spilin fyrir þessa úrslita keppni.
(1) Njarvík – (8) Hamar/Selfoss
Ég tel að hér verði leikur kattarins að músinni. Gæða munurinn á þessum liðum er einfaldlega of mikill, og að auki held ég að H/S-menn séu bara sáttir með sinn snúð eftir að hafa komist í bikarúrslit. Njarðvík unnu báða leikina í deildinni en H/S sló UMFN út í bikarnum í Gróðurhúsinu. H/Stekið einn leik, en rimman er aldrei í hættu fyrir Njarðvík. Spái þessu samt 2-0 fyrir Íslandsmeistara UMFN
(2) KR – (6) ÍR
Mjög, mjög áhugaverð rimma milli þessara reykvísku liða. Held að ÍR-ingar séu ennþá með sjálfstraustið í botni eftir glæsilegan sigur í bikarnum, en ég held að KR-ingar veltist svolítið í vafa eftir tap heima gegn Grindavík. KR hefur unnið báða leiki liðanna í deildinni, en ég tel samt að ÍR nái að knýja fram einn sigur í Seljaskóla og annan i DHL-höllinni og ÍR-ingar taka rimmuna 2-1
(4) Skallagrímur – (5) Grindavík
Held að þetta verði nokkuð létt rimma fyrir Skallagrím, einfaldlega með mun stöðugara lið heldur en Grindvíkingar. Grindvíkingar hafa tapað báðum leikjum sínum gegn Sköllunum í ár og það bætast tveir tapleikir gegn þeim í viðbót núna. Grindvíkingar vinna þó sinn leik í Röstinni. 2-1 fyrir Skallagrím
(3) Snæfell – (6) Keflavík
Mjög athyglisverð rimma. Snæfell hefur unnið báða leiki liðanna, og enduðu í 3. sæti. Keflvíkingar hafa valdið miklum vonbrigðum í ár og gætu komið dýrvitlausir í úrslitakeppnina. Mikil meiðsli hafa hrjáð Keflavík undanfarið, en ég held að liðið stilli saman strengi sína og haldi í hefðina. Keflavík tekur þetta 2-1 eftir oddaleik í Hólminum.