All Star byrjunarliðin
Fyrir nokkrum dögum, 25. janúar, var tilkynnt hverjir verða í byrjunarliðunum á stjörnuleiknum sem verður sýndur sunnudaginn 18. febrúar.
Liðin verða svona:
Austrið
LeBron James, Clevland
Chris Bosh, Toronto
Saquille O’neal, Miami
Dwyane Wade, Miami
Gilbert Arenas, Washington
Persónulega hefði ég viljað sjá Dwigth Howard í liðinu í staðin fyri Shaq. Shaq er búinn að vera meiddur nánast allt leiktímabilið og hefur ekkert spilað og þess vegna finnst mér hann ekki hafa unnið sér inn þann rétt að fá að spila, á meðan er Howard efstur yfir fráköst í leik í allri deildinni(ásamt Kevin Garnett), er búinn að vera stigahæðstur í Orlando nánast undantekningalaust í vetur og búinn að leiða Orlando, sem hefur verið afar slakt seinustu 2-3 árin, upp í annað sætið í riðlinum sínum.
Chris Bosh er nýr í stjörnuliðinu en á fyllilega skilið að fá að vera með. Verð reindar að viðurkenna að ég var svona: „hver er þetta aftur?“, þegar að ég sá hann á listanum en þegar að ég kíkti á tölfræðina útstskýrði hún allt. 22,1 stig í leik og 11 fráköst er ríflega nóg til að fá svona viðurkenningu eins og að vera valinn í stjörnuliðið.
Annars er ekkert hægt að væla yfir hinum þremur, LeBron, Wade og Arenas eru allir búnir að eiga frábærar leiktíðir. Wade kemur reindar úr frekar slöppu liði Miami og er kanski ekki allveg búinn að fá að láta ljós sitt skína í vetur eins ég veit að hann getur en það fer vonandi að breitast á nýja árinu þegar að Shaq kemur aftur í liðið. Reyndar er Alonzo Mourning búinn að standa sig vel í liði Miami en ekkert á við hvað Shaq getur.
Vestrið
Kevin Garnett, Minnesota
Tim Dunkan, San Antonio
Yao Ming, Houston
Kobe Bryant, Los Angeles
Tracy McGrady, Houston
Kevin Garnett hlaut flest athvæði á meðal forwarda í vestrinu sangjarnt, Tim Duncan annar, Carmelo Anthony þriðji og svo Dirk Nowitzki fjórði. Mér finnst að Dirk hefði átt að fara í liðið í staðin fyrir Tim. Tim Duncan er búinn að standa sig vel með 20, 4 stig, 10,5 fráköst og 3,4 stoðsendingar sem er mjög gott og Dirk Nowitzki er með 25,1 stig, 9,5 fráköst og 3,2 stoðsendingar í leik sem er kanski ekkert svo mikið meira(nema þá í stigunum) en Dirk fer á svona „hot streak“ regluleg þar sem að hann skorar um og yfir 40 stig, nær 15-20 fráköstum og ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn og ég er viss að hann myndi gera það í stjörnuleiknum.
Annars eru stæðstu mistök stjörnuleiksins búin að gerast nú þegar, og það af
vesturdeildarliðinu! Steve Nash er ekki valinn í byrjunarliðið!
Steve Nash er búinn að vera tvímælalaus allann veturinn besti maður deildarinnar. Með að hafa náð yfir 20 stoðsendingum í leik þrisvar og er með 19,5 stig í leik að meðaltali ætti hann að vera búinn að tryggja sér helming allra athvæða ef að ég fengi að ráða, en það fæ ég því miður ekki.
T-Mac og Bryant eru búinir að standa sig mjög vel og búnir að stimpla sig í stjörnuleikinn með tilþrifum og stigafjölda.
Yao Ming sem hefur verið athvæðamestur í Allstar valinu í vesturdeildinni seinustu þrjú ár er búinn að vera hreint út sagt frábær á leiktíðinni. Hann fótbrotnaði reyndar fyrir ekki svo löngu og spurning er hvort að hann egi eftir að getað gert sitt besta í leiknum.
Eitt er nú samt víst. Stjörnuleikurinn í ár er troðfullur af frábærum leikmönnum og þótt að ég vilji sjá nokkra í viðbót þá er bara að vona að þeir verði valdir sem vara menn. Varamennirnir verða tilkynntir 1. febrúar og síðan er leikurinn sjálfur þann 18.