Ég ákvað að skrifa “alvöru” grein um Muggsy Bogues þar sem að síðasta grein sem að var skrifuð um hann var skelfileg. En við lestur greinarinnar samt sem áður langaði mig að vita meira um litla manninn.
Muggsy Bogues er fæddur 9 janúar árið 1965 í Baltimore.
Muggsy var 165 sentimetrar á hæð og er þekktur fyrir mikli leikni þrátt fyrir hæð sína.
Muggsy spilaði með Dunbar High school á sínum yngri arum en þar spiluðu einnig David Wingate (Philadelphia 76ers, San Antonio Spurs, Washington Bullets, Charlotte Hornets, Seattle SuperSonics and New York Knicks), Reggie Williams (Los Angeles Clippers, Cleveland Cavaliers, San Antonio Spurs, Denver Nuggets, Indiana Pacers, og New Jersey Nets) og Reggie Lewis (Boston Celtics).
Þaðan fór Muggsy til Wake Forest og spilaði þar í 4 ár þangað til að hann var valinn 12. í nýliðavalinu af Washington Bullets. En á nýliða árinu var hann í liði með Manute Bol sem að var stærsti leikmaður NBA á þessum tíma.
Tímabilið ‘88-’89 komu Miami Heat og Charlotte Hornets inn í deildina og Bullets skildu Muggsy eftir óvarðan þannig að Hornets völdu Muggsy í “expension draft” þegar að liðið kom inní deildina. Hjá Hornets byggði Muggsy upp leikstíl sinn sem einkenndist af hraða, góðum sendingum og stolnum boltum. Muggsy spilaði í 10 ár hjá Hornets. Hann var partur af liðinu þegar að Alanzo Mourning og Larry Johnson réðu ríkujum hjá Hornets og liðið varð eitt það vinsælasta í deildinni. Alls staðar í heiminum sástu krakka í Hornets búning sem státaði nafni Mournings, Johnsons eða Bogues aftan á. Bogues skoraði aldrei meira en 11,2 stig að meðaltali öll tímabilin sem að hann spilaði með Hornets en tókst samt að verða vinsælasti leikmaður Hornets frá upphafi.
Eftir 10 ár með Hornets fór hann með Tony Delk til Golden State Warriors í staðinn fyrir BJ Armstrong. Þar spilaði Muggsy í 2 ár og fór síðan sem “Free Agent” til Toronto Raptors þar sem að ferilinn endaði. Þrátt fyrir að fylgja með í leikmanna skiptum til Dallas Mavericks og þaðan til New York Nicks spilaði hann ekkert með þeim liðum.
Eftir að Muggsy hætti í NBA deildinni hefur hann unnið við að selja fasteignir þangað til 3. ágúst 2005 þegar að hann byrjaði að þjálfa Carlotte Sting í WNBA deildinni. En þess má geta að hann er minni en allir leikmenn liðsins.
Ég birti þetta með fyrirvara um stafsetningu, málfar, og lygar.
Allt saman er tekið af Wikipedia.org…