Þessi 31 árs gamli Leikmaður sem hefur skorað yfir 30 stig að meðaltali í leik í vetur hefur ekki verið sáttur við gegni 76ers undanfarinn ár. Hann toppaði tímabilið 2001 þar sem hann vann MVP og komst í NBA úrslitinn á móti lakers(töpuðu 4-1).Síðan þá hefur hann átt góð tímabil en liðið hefur ekki getað mikið.
En núna er spurninginn hvert fer A.I???? Nokkara hugmyndir
Númer 1. Minnesota.
Þarna getur Iverson spilað með Garnett. Garnett hefur verið í sömu vandamálum og Iverson(frábær leikmaður í lélegur liðið) og virðist þetta vera fulkominn blanda. Minnesota getur sent 76ers pakka með Randy Foye, Ricky Davis, Troy Hudson and Eddie Griffin og jafnvel valrétt.
Númer 2. Boston
Þeir hafa verið duglegir að lýsa áhuga sínum á Iverson og hafa fullt af ungum og efnilegum leikmönum til þess að láta fara frá sér. Þarna myndi Iverson hitta Paul pierce og myndu þeir án efa vera góðir saman.
Númer 3. Atlanta
Iverson á hús í Atlanta og gæti hann því verið ánægður að fara þangað.Atlanta myndu þurfa að láta nokkra leikmenn fara frá sér t.d Marvin Williams, Speedy Claxton, Josh Childress og nokkra scrubs(því þetta er leikmenn með litla samninga).
Númer 4. Denver
Iverson og Carmelo Anthony í sama liði væri auðvit gaman að sjá, því báðir miklir skorarar og keppnismenn. Denver myndu þurfa að láta nokkra góða menn fara frá sér t.d Andre Miller, Joe Smith, J.R. Smith og valrétt.
Iverson á eftir 3.ár af sínum samning(þá er þetta tímabil talið með) og er sá samningur mjög stór. Spurning um hvaða lið langar að vinna núna og fórna smá framtíðinni því Iverson er orðinn 31 árs og langar að fara að berjast um titla aftur.
Mér lýst best á Minnesota og hefur Garnett sjálfur lýst því yfir að hann vilji fá Iverson til sín.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt