Mér er farið að lítast ágætlega á tímabilið hjá mínum mönnum. Þeir sem fóru voru: Shawn Myers, Svavar Birgisson og Ómar Sigmarsson. Komnir eru hinsvegar: Brian Lucas, Óli Barðdal og Helgi Freyr Margeirsson (hann var í Bandaríkjunum á seinasta ári). Brian hefur staðið sig vel í fyrstu tveim leikjunum og þó sé enginn Shawn Myers þá líst mér ágætlega á hann. Það er enginn missir af Ómari, núna fá bara Rikki, Helgi Freyr og Axel fleiri mínútur, Rikki hefur t.d. verið góður í fyrstu leikjunum, hann er náttúrulega eitruð skytta. Óli er góður varnarmaður og ágætis baráttuhundur og á eftir styrkja liðið. Það er töluverður missir af Svavari og spurning hvaðan þau 15 stig sem hann var að skora eiga eftir að koma. Rússinn verður kannski að fara að skora meira og svo á Helgi Freyr (okkar Jón Arnór) örugglega eftir að skora slatta.
Ég er alveg eins farinn að búast við liðinu á baráttu við suðurnesjaliðin og KR.
jogi - smarter than the average bear