Jæja þá er fyrsti NBA leikurinn búinn og lauk honum með sigri Minnesota Timberwolwes á Toronto Raptors þar sem einn besti leikmaður Minnesota Timberwolwes ,Kevin Garnett, lýsti því yfir að svona myndi tímabilið vera, bráðskemmtilegt og spennandi.

Í sumar þá urðu mörg skemmtileg leikmannaskipti eins og Tim Hardaway til Dallas Mavericks,Hakeem Olajuwan til Toronto ,Stephon Marbury er farinn frá New Jersey Nets fyrir Jason Kidd í Phoenix Suns og svo er náttúrulega goðið sjálft ,Michael jordan kominn aftur í búning en eins og flestir vita þá klæðist hann treyju Washington Wizards í tvö ár. í fyrra urðu Los Angeles Lakers meistarar sannfærandi með því að fara í gegnum úrslitakeppnina með aðeins einu tapi en 15 sigra. Ég spái Lakers sigri aftur því að nánast enginn getur stöðvað Kobe og Shaq saman. Portland Trail Blazers hafa góðan mannskap en enginn virðist hafa dug til að stýra þessu liði til sigurs. Ég held að keppninn verði milli Philadelphia Sixers, L.A. Lakers, Washington Wizards og Portland Trail Blazers


kveðja seli