Grindavíkurliðið þunnskipað? Einhver sagði hér að Grindavíkurliðið virtist vera nokkuð þunnskipað fyrir þessa leiktíð og ekki líklegt til árangurs, en hafði sá maður eitthvað til síns máls?

Í liðinu eru þrír útlendingar (ekki að það sé einhver trygging fyrir árangri), Roni Bailey, 194cm framherji frá USA, Sergey Synyakov, 198cm miðherji frá ? og Miha Cmer, 185cm bakvörður frá Slóveníu.

Að auki eru í liðinu Helgi Jónas Guðfinnsson, Páll Axel Vilbergsson, Pétur Guðmundsson og Guðlaugur Eyjólfsson, nöfn sem allir ættu að kannast við.

Þjálfari liðsins er landsliðsþjálfarinn Friðrik Ingi og hann ætti nú að vera rétti maðurinn til að stilla strengi þessa liðs. Svo má heldur ekki gleyma öllum ungu strákunum sem æfa með Grindavík sem ættu allir að eiga nokkuð bjarta framtíð fyrir sér, menn eins og: Guðmundur Ásgeirsson, Eggert Daði Pálsson, Daníel Pálmason, Davið Páll Hermannsson og Ragnar Daði Jóhannsson.

Grindavík verða án efa sterkir í vetur, og allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.umfgkarfan.is
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _