Hver er ástæðan fyrir döpru ástandi körfuboltans hér landi?
Það eru bara örfá lið sem eru að fá einhvern sæmilegan fjölda á leiki.
Landsliðin í körfubolta hafa verið að ná mjög góðum árangri og hafa held ég aldrei verið sterkari á heimsvísu en þrátt fyrir það er Ekkert nánast sýnt frá þeim leikjum hvorki beinar útsendingar né almennilega sýnt úr leikjum í íþróttafréttum.
Þegar maður skoðar dagblöðin þá er pínu pínu lítil grein um sigra og töp hjá liðunum ekkert annað.
Heimsmeistara mótið í körfubolta var um daginn, virkilega skemtilegt mót eða svona miðað við það sem ég LAS um mótið á netinu.
Sjónvarpið síndi undanúrslita leikina og leikina um 3 og 1 sæti, leikirnir fóru fram á morgni til og textavarpið gaf ekki einu sinni upp réttar tímasetningar, en sjónvarpið síndi þessa leiki beint um morgnana en endursíndi þá ekki aftur seinna um daginn. Sem maður hefði haldið að væri allveg lógíst að gera þar sem ekki allir geta horft á beinar útsendingar fyrir hádegi á föstudegi,laugardegi og sunnudegi.
Það var nánast ekkert sínt frá þessu móti í neinum fréttum.
Körfubolti er næst stærsta bolta íþrótt í heimi, ég held að hún sé 3-4 stærsta íþrótt í heimi yfir Allar íþróttir.
Körfubolti er pottþétt stærsta innanhús íþrótt í heimi og hefur körfuboltinn vaxið Gríðarlega um allan heim síðan NBA sprengingin varð um 1990, hér á landi kom sprengjan líka en svo virðist ekkert hafa verið gert til að fylgja hlutunum almennilega eftir!
Ég var í miðri sprengingunni, stöð 2 sýndi alltaf sunnudagsleikina, sýndu frá leikjum í fréttum og svo sem var kannski það mikilvægasta fyrir okkur krakkana það voru NBA tilþrif og NBA molar þættirnir þetta voru þættir sem við horfðum á og fórum svo beint út að leika okkur í körfu og þykjast vera Jordan eða Barkley osf…
Svo gerðist eitthvað, NBA boltinn fór yfir á sýn, það hefur ekki verið neitt leindarmál að þeir sem hafa verið yfir þeirri sjónvarpstöð hafa EKKI verið miklir körfubolta unnendur, sýningar frá leikjum fór minnkandi, það jú reyndar jukust til að byrja með beinar útsendingar gallinn við það er náttúrulega að ungir krakkar fá kannski ekkert að vera vakandi langt fram á nótt á föstudögum til að horfa á körfubolta, leikir voru nánast aldrei sýndir aftur daginn eftir eða eitthvað, þeir fóru að fikta með sýningar tímann og NBA tilþrif þáttunum og hættu að sýna NBA mola.
Ég man mig langaði að taka um tilþrif þættina en það var alltaf verið að breita síningar tímunum og svo eitt tímabilið var bara ákveðið að hætta með nba þætti.
Það var rosalega dapurleg og slæm þróun fyrir nba áhugamenn og krakka hér á landi.
Ég man svo vel eftir þegar það hékk karfa á öðru hverju húsi hér, krakkar gengu í körfubolta skóm sem strigaskóm og allstaðar sá maður krakka leika sér í körfu.
Í auglísingum í sjónvarpi sá maður helstu NBA stjörnurnar auglísa mismunandi hluti.
En vegna sýnar og ákvörðunar þeirra að drepa boltann hérna, þá sjá krakkar hvergi NBA boltann eða körfubolta almennt og þar af leiðandi……..