Það er opinbert, Jordan er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Washington Wizards. Hann er ekki lengur eigandi liðsins því að eins og flestir vita þá er ekki hægt að vera eigandi og leikmaður liðs í NBA deildinni. Jordan gefur öll launin sín á fyrsta árinu til hjálpar við World Trade Center slysið.
Ég held að þetta breyti NBA deildinni mikið. Núna munu margir leikmenn eftir að slást um að komast í wizards því að hver vill ekki spila með goðinu sjálfu. Hann er núna orðinn 38 ára gamall og er að sjálfsögðu ekki jafnmikill íþróttamaður og sumir bestu skotbakvarðanna í deildinni(iverson,carter,bryant). Ég held að skemmtilegast verði að horfa á lakers vs wizards í vetur því að kobe bryant og michael jordan eru svo líkir leikmenn. Kobe hefur einnig harma að hefna við Jordan frá fyrri stjörnuleikjum. Ég held annars að þetta styrki bara annars frábæra deild og eykur þetta samkeppnina í NBA-deildinni.
kveðja seli
