jæja lítið af merkilegum trade-um núna í sumar né stór free agency signs (fyrir utan Ben wallace)
en nú þegar ég er að skrifa þetta hér þá við hlið mér á skjánum er ég með Hollinger's Best Available Free agents og í þeim hóp eru

Al Harrington ( Atlanta)

Drew Gooden ( Cavaliers)

Bonzi Wells ( Kings)

Melvin Ely ( Bobcats)
þetta er nú ekki tæmandi listi en þetta eru leikmenn sem ég vill aðeins tala um.

Al Harrington (18,6 stig 6,9 fráköst og 3 stoðsendingar per game):
Það leit allt út fyrir að hann færi til Pacers (again) en það er nú víst kominn eitthver vandamál upp og hann rak agentinn sinn og samkvæmt reglum NBA þarf allavega að líða 15 dagar þanga til að hann má fá sér nýjan, nú þegar hann er búinn að skipta um agent þá hefur glugginn opnast á nýju fyrir önnur lið til að reyna að fá hann í raðir sínar.
Áður en hann rak agentin sinn þá var talaði að þetta yrði sign-and-trade deal og það væri talið að hann myndi skrifa undir 6 ára samning sem myndi skila honum 57M dollara, það er nú fínasta upphæð sem hann fær finnst mér og ég vona að hann fari til Indiana því þar mun hann fá nógan play timeog gæti blómstrað.

Drew Gooden (10,7 stig 8,4 fráköst): Ég hef heyrt voðalítið um hvar hann mun enda en tel að hann muni bara vera í CAvaliers. Mér finnst hann andskoti góður og hann er að skila góðum tölum Cavs ættu að gera svona 4 ára samning við hann þar sem hann er frekar ungur 24 ára og á eftir að bætta sig meira. Annars hef ég lítið að segja um hann.

Bonzi Wells (13,6 stig 7,7 fráköst 1,81 stolinn bolti per game) Þetta er besti samningslausi leikmaðurinn eins og staðan er í dag. (persónulegt álit)
Hann toppaði á réttum tíma á seinasta tímabili og lék á alls oddi á móti Spurs í playoffs.
Eftir þá framistöðu þá fóru mörg lið að spá í hann því hver vill ekki leikman sem getur spilað svona frábærlega í Playoffs ég las eitthver staðar að Spurs væru jafnvel að spá í hann og einnig Dallas ekki af verri kantinum.
Það sem lið eru hrædd við er að hann hefur verið vandræðagemlingur og er með það á sér svo að lið eru smeik að fá þannig leikmann í liðið og þess vegna eru lið að spá í að gefa honum 1árs samning upp á góða summu og sja hvernig hann stendur sig ef hann verður með hausinn í lagi þá væri í myndinni að gera lengri samning annars er það bara bæbæ.

Melvin Ely (9,8 stig 4,9 fráköst)
Þetta er leikmaður sem fékk að spila þegar Okafor meiddist og skila hlutverki sínu ágætlega og líklegt þykir að hann muni sign-a aftur við bobcats, það er ábyggilega með betri hlutum sem hann getur gert útaf þar fær hann fínan Play-time. hann er auðvitað ekki eitthver súperstjarna.
Hann skilar samt hlutverki sínu bara vel. Hann mætti samt bætta sig í fráköstum því að stór maður á nú að vera með meira en 4,9 fráköst í leik
en tel þetta vera nú orðið ágætt í bili.

-Novakane