Valsmóti lokið - Brenton bestur
Valsmótinu lauk í kvöld, með öruggum sigri Njarðvíkinga á söddum nýliðum Stjörnumanna sem komu á óvart og spiluðu til úrslita. Leikurinn var að mestu öruggur allan tímann og var það Brenton Birmingham sem skaraði frammúr.
Það er lítið hægt að segja um lið deildarinnar, nema það að breiddin er lítil hjá sumum liðunum, eins og Grindavík og Breiðablik.
Einnig hefur það heyrst að Borgnesingar hafi ekki nema 4-5 menn á æfingum og hafi haldið út til Rússlands að leita að leikmönnum.
Það verður nú samt gaman að fylgjast með deildinni í vetur.