Jæja þá er úrslitakeppni NBA við það að fara í gang og eru viðureignirnar þessar
Vesturdeild
San Antonio VS Sacramento A
Dallas VS Memphis B
Denver VS Los Angeles Clippers C
Phoenix VS Los Angeles Lakers D
Í næstu umferð mætast svo sigurvegararnir úr A VS B og C VS D.
Liðin sem að eru líklegust hér eru að sjálfsögðu meistararnir í Spurs auk Phoenix og Dallas. Þá gæti Memphis líka komið á óvart en fram að þessu hafa þeir einhvernveginn aldrei fundið sig í úrslitakeppninni. Þeir eiga þó erfitt verkefni í fyrstu umferðinni gegn Dirk og Dallas liðinu, sem hefur stórbætt varnarleikinn frá því að Avery Johnson tók við liðinu um mitt tímabil 2004 - 2005. Phoenix er á góðum degi óstöðvandi með Nash, Marion og Stoudamire innanborðs, og plummuðu sig ágætlega í gegnum þetta tímabil þó að Stoudamire léki svo lítiðs sem ekki neitt.
Það lið sem er þó líklegast í Vesturdeildinni eru meistararnir í San Antonio. Þeir hafa gífurlega breidd og geta alltaf hent mönnum eins og Van Exel og Brent Barry inná þegar að súperstjörnurnar fara að þreytast. Þess vegna leyfi ég mér að spá því að Spurs vinni Vesturdeildina.
Austurdeildin
Detroit VS Milwaukee A
Cleveland VS Washington B
New Jersey VS Indiana C
Miami VS Chicago D
Síðan A VS B og C VS D.
Detroit var það lið sem náði besta vinningshlutfallinu í þessum 82 leikjum sem hvert lið spilaði í vetur. Þeir hafa ógurlega sterkt byrjunarlið í B. Wallace, R. Wallace, Tayshun Prince, Rip Hamilton og Chauncey Billups og hafa t.d. Antonio Mcdyess á bekknum.
Ef einhver lið í Austrinu eiga að geta stöðvað Detroit á leið sinni í lokaúrslitin eru það Cleveland, Miami og New Jersey. Lebron James leikur í fyrsta sinn í úrslitakeppnina og þarf að leika mjög vel ef að Cleveland á að valda usla. Sömu sögu er að segja um Wade og Miami liðið en þar sem að Shaq virðist vera farinn að dala standa og falla vonir Miami með Wade. New Jersey hefur frábært sóknartríó í Jason Kidd, Vince Carter og Richard Jefferson en lítið er um breidd í liðinu og ljóst New Jersey kemst ekki langt í þessari úrslitakeppni ef að einhver þeirra meiðist.
Það er samt eitthvað sem segir mér að hvað sem önnur lið í austrinu gera muni Detroit alltaf vera skrefinu á undan. Þeir hljóta að þrá að komast aftur í úrslitin og ná hefndum á Spurs.
Þess vegna spái ég því að San Antonio og Detroit muni enn á ný reyna með sér í lokaúrslitunum.
Ps. Ég held með Golden State….12 ár án þess að komast í úrslitakeppnina :*(