Já þá er tímabilið búið og kominn tími til að spá í úrslitakeppnina og hverjir fá verðlaun

Mín spá:

MVP
Kobe Bryant maðurinn var stórkostlegur í ár og tókst að fara með slakt lið Lakers í úrslitakeppnina.
Nýliði árisins
Chris Paul, það kemst enginn nálægt honum.
Varnarmaður ársins
Ben Wallace, hann er tröll í teignum.
6. maður ársins
Mike Miller, er búinn að standa sig vel í ár og ég tippa á hann.
Þjálfari ársins
Þessi verður erfið en ég spái Avery Johnsons hjá Dallas.

En jæja þá er það spá fyrir úrslitakeppnina:

Austurdeildin

Detroit-Bucks 4-0 fyrir Detroit. Bucks eiga ekki möguleika tel ég.

Miami-Bulls 4-1 fyrir Miami. Það verður spennandi að sjá hvort að Shaq fari í gangi.

Nets-Indiana 4-2 fyrir Nets. Kidd, Carter,Jefferson og Kristic eru einfaldlega of stór biti fyrir drama queens í indiana.

Cleveland-Wizards 4-2 fyrir Wizards. James að spila í sinni fyrstu úrslitakeppni en því miður vantar reynslu.

Vesturdeildin

Spurs-Kings 4-2 fyrir Spurs. Kings munu standa vel í Spurs. En ég tel að meistararnir hafi þetta.

Suns-Lakers 4-2 fyrir Suns. Kobe og félagar hafa verið að spila vel undanfarið en Nash og félagar munu klára þá, en þetta verður jafnt.

Denver-Clippers 4-2 fyrir Clippers. Það er eitthvað sem segir mér að Brand og félagar vinni þetta.

Dallas-Memphis 4-1 fyrir Dallas. Dirkarinn fer létt með þetta.


Svona fyrirfram þá er talið að aðeins 4 lið eigi möguleika á NBA titli, það eru Spurs, Detroit, Miami og Dallas. En það er mjög líklegt að Spurs og Detroit mætast í úrslitunum. Þetta verður skemmtileg keppni og hvet ég alla að fylgjast með á sýn eða NBATV.

P.S. Hverju spáið þið?
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt