Eitt orð, vá !
Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta leikur á milli bestu útlensku leikmannanna á Íslandi á móti bestu íslensku leikmönnunum.
Erlenda liðið vann það íslenska í kvennaflokki, 98-77 og í karlaflokki vann það erlenda 128-109.
Ég var frekar leiður útaf því að Omari Wesley spilaði ekkert vegna meiðsla og það hefði verið gaman að sjá tilþrifin hans í leiknum en vinur hans Richmond Pittman Jr. leikmaður Vals keppti fyrir hann í troðslukeppninni.
Menn leiksins voru:
A.J. Moye leikmaður Keflavík með 21 stig, 4 fráköst, 8 stoðsendingar og 1 stolinn
Meagan Mahoney leikmaður Hauka með 22 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar, 4 stolnir
La Kiste Barkus í Keflavík vann þriggja stiga keppnina með 9 stig í kvennaflokki en Jeb Ivey vann í karlaflokki eftir tvöfaldann bráðabana á móti Páli Axeli Vilbergssyni með 12 stig.
Richmond Pittman Jr. leikmaður Vals, vann troðslukeppnina með 56 stig. Í öðru sæti var risinn Egill Jónasson leikmaður Njarðvíkur með 54 stig og í því þriðja var Matthías Ásgeirsson leikmaður Vals, með 50 stig.
Robert Sargeant leikmaður ÍR, Magni Hafsteinsson leikmaður Snæfells og A. J. Moye leikmaður Keflavík tóku einnig þátt í keppninni.
Golden moments leiksins voru aðallega þau þegar Jerimiah Johnson hoppaði jafnfætis yfir DHL skilti sem er hátt upp í meter á hæð.
A.J. Moye tók einn Íslendinginn rækilega í gegn þegar hann gerði And-1 trickið að leggjast niður og fara í hring og fara framhjá honum á einhvern fáránlegan hátt.
Svo má ekki gleyma öllum þessum alley-oopum og troðslunum sem voru flestar ótrúlega flottar.
Þetta var einn skemmtilegasti leikur sem ég hef séð á Íslandi og ég hvet alla sem fóru ekki í dag að mæta að ári liðnu.