Hvaða 6 leikmenn væruð þið til í að hafa í einu liði. Ég er ekki að tala endilega um það að þið setjið saman lið sem státar af 6 bestu leikmönnunum heldur frekar svona 6 leikmenn sem að gætu passað vel saman, góðan frákastara, leikstjórndanda og þannig.

Ég er ekki að banna ykkur að setja saman lið sem er byggt upp af topp 10 listanum yfir bestu leikmenn í NBA en það er held ég skemmtilegra að hafa fáar OFURSTJÖRNUR.

T.d. myndi ég vilja hafa liðið mitt svona

PG - Luke Ridnour. 185 cm á hæð, 75,7 kg, 10,1 stig, 2,6 fráköst, 6,9 stoðs. Þetta er helvíti skemmtilegur leikmaður, einn að af þessum bestu bolta-höndlurum í deildinni.

SG - Ben Gordon. 191 cm á hæð, 90,7 kg, 15,5 stig, 2,4 fráköst, 2,4 stoðs. Þessi leikmaður er á sínu öðru ári í deildinni og er orðinn mjög góð skytta, sterkur og snöggur. Flottur gaur.

SF - Antawn Jamison. 206 cm á hæð, 106 kg, 20,7 stig, 11,3 fráköst, 1,7 stoðs. Jamison er mjög góður sóknarlega og alls ekki slæmur varnarmaður, hann rífur niður helling af fráköstum jafnt í sókn og vörn. Topp gæji.


PF - Elton Brand. 2,03 cm á hæð, 115 kg, 24,9 stig, 10,6 fráköst, 2,76 blokk. Brand er búinn að vera stórfenglegur það sem af er á þessu tímabili. Hann er alveg óstöðvandi í teignum og nýtist þyngd hans honum mikið. Hann er búinn að léttast heilmikið, held að hann hafi verið 20kg þyngri í fyrra. Algjör snilli.

C - Marcus Camby. 2,11 á hæð, 104,3 kg, 16,9 stig, 14,1 fráköst, 3,41 blokk. Camby kom frá New York Knicks og er þetta fjörða tímabilið hans með Denver, núna fyrst er hann að springa út. Vá, oft þegar ég kíki á stattið á NBA.com þá sér maður stundum að hann er með fráköst uppá 20 sko! Maður sér það ekki oft. Hinn fínasti leikmaður.

6th- Chris Paul. 183 cm á hæð, 19,4 kg, 16,9 stig, 5,6 fráköst, 6,8 stoðs, 2,06 stolnir. Chris Paul spilar með Hornets eins og þið vitið kannski flest allir(allar) og hann er mjög oft búinn að lenda í því að ná næstum triple double. Alveg fáránlegt að hann skuli vera að ná svona mikið af fráköstum í leik. Gott hjá honum, svo er hann einnig mjög góður varnarmaður, það var helsta ástæða þess að ég setti hann hingað.



Bara til að fá það á hreint, þá má leikmaður sem er í byrjunarliði hjá einhverju liðinu alveg vera notaður sem 6 maður í þessu liði og öfugt… Skiptir engu máli ;)

Endilega komið með ykkar lið :D