Það er ljóst að Unndór Sigurðsson mun verða næsti þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík, en Unndór hefur þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin ár með góðum árangri. Verið er að skoða leikmannamál og allar líkur eru á því að fenginn verður erlendur leikmaður. Unndór mun einnig aðstoða Friðrik Inga með meistaraflokk karla.

Unndór var á sínum tíma mjög efnilegur leikmaður og var þekktur fyrir sérstakan skotstíl og einnig ágæta hittni, þá sérstaklega af þriggjastiga línunni, eða neðan af Laugarvegi eins og lýsendur orðu það oft þegar hann skaut langt fyrir utan :) Unndór hefur hins vegar verið MJÖG óheppinn með meiðsli undanfarin ár og alltaf þegar hann hefur verið að ná sér hefur eitthvað nýtt komið fyrir.

Eins og fyrr sagði hefur hann verið að þjálfa yngri flokka Grindavíkur undanfarin ár og hefur náð ágætum árangri þar og landað þó nokkrum titlum.


Af leikmannamálum Grindavíkur er það annars að frétta að Kim Lewis mun ekki koma til liðsins þar sem dóttir hans er þungt haldin af veikindum og hefur hann ákveðið að dvelja hjá henni í vetur. Grindavík eru því að leita að öðrum Kana og hafa m.a. sett sig í samband við Shawn Myers sem lék með Tindastóli síðasta tímabil. Einnig hafa Grindvíkingar gert samning við leikstjórnanda frá Slóveníu, Miha Cmer að nafni. (meðfylgjandi mynd er af honum)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _