Keflavík er mitt lið en ég hef haldið með þeim síðan ég fór að æfa þar. Það var um það bil árið 1999. Þeir hafa því verið mitt lið á Íslandi í nokkur ár. Keflavíkurliðið hefur síðustu ár telft fram mjög sterku liði, góðum íslendingum og hæfum útlendingum. Ég ætla aðeins að fjalla um núverandi tímabil hjá mínum mnnum, möguleika þeirra á titlum, leikmannamálum og framtíðinni.
Keflavíkurliðið hefur 7 sinnum orðið Íslandsmeistarar, 5 sinnum bikarmeistarar og fyrirtækjabikarmeistarar 4 sinnum. Einnig hafa þeir orðið meistarar meistaranna 2 sinnum. Það verður fróðlegt að sjá hvort Keflavík verði Íslandsmeistari 4. árið í röð, en ef það yrði rauninn væri það með sanni sagt hreint út sagt einstakur árángur. Einnig hafa Keflvíkingar tekið þátt í Evrópukeppninni síðustu 2 ár og þeir taka einnig þátt í ár.
Leikmenn Keflavíkur
Arnar Freyr Jónsson:
Arnar er þessi týpíski dripplari sem hefur hraða og getur keyrt leikina uppí í mikinn hraða. Hann hentar því leik Keflavíkur, en Keflavík hefur löngum verið þekkt fyrir að stjórna hraða leikja. Gallar Arnars hafa verið hversu oft hann vill hanga á boltanum. Í leikjum Keflavíkur í ár hefur hann þó augljóslega tekið miklum framförum í þessum efnum og er með mikið af stoðsendingum það sem af er tímabili. Einnig hefur verið haft orð á því hversu erfitt Arnar á með að hemja skap sitt.
Davíð Þór Jónsson
Davíð hefur nú ekki mikið komið við sögu í leikjum Keflavíkur, en á samt sína spretti þegar hann leysi dripplara liðsins af hólmi. Davíð er mjög góð skytta og setur oftar en ekki þristana í andlitið á mótherja sínum
Gunnar Einarsson
Gunni Einars spilir ýmist sem framherji eða bakvörður. Mun algengara er að sjá hann í stöðu bakvarðar. Gunnar er ekki beint sá hraðasti í bransanum en á mjög gott með að skjóta langt fyrir utan 3ja stiga línuna. Hann er grimmur á vellinu og berst eins og ljón fyrir hverju frákasti og á það til að verða kannski of grimmur. Gunni Einars er sennilega einn sá al “vinsælasti” í Iceland Express deildinni.
Elentínus Margeirsson
Elelntínus er ekki einn af lykilmönnum Keflavíkur, þó það sé virkilega gaman að sjá hann spila. Hann spilar sem bakvörður eða framherji. Elli á oft fín dræv og flottar hreyfingar. Hann er líka ágætis skotmaður. Það er mikil barátta í honum og greinilegt er að hann leggur mikið á sig fyrir velgengni liðsins. Elentínus er virkilega góður liðsspilari og gaman að fylgjast með honum oft á tíðum. Elentínus kom fyrir fáum árum aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum.
Elvar Sigurjónsson
Elvar er einn af ungu strákunum hjá Keflavík. Hann er ekki nema 17 ára gamall og hefur alla burði til að verða fyrirtaks framherji. Elvar er stór eða rétt tæpir 2 metrar, en hann þarf samt að styrkjast svolítið til að geta tekið þátt í baráttunni undir körfunni í framtíðinni.
Gunnar Stefánsson
Gunni Stef er sennilega einhver albesta 3ja stiga skytta landsins. Hann hefur ekki fengið mikinn sjéns, en hefur alltaf fært áhorfendum nokkra þrista þegar hann kemur inná. Gunnar er bakvörður. Eins og Gunni er góður sóknarmaður er hann fremur slakur varnamaður, en mér virðist oft að hann nenni einfaldlega ekki að spila vörnina að fullum krafti, en hann er samt engu að síður mjög góður fengur og öll lið myndu pottþétt vilja eitt stykki Gunna Stef.
Halldór Halldórson
Dóri “Stóri” er mjög efnilegur framherji. Hann er tæpir 2 metrar. Dóri er alltaf virkilega duglegur þegar hann fær tækifæri og skilar alltaf sínu; fráköstum og stigum, en eins og með marga aðra hefur Dóri ekki mikinn vöðvamassa og því ekki “sanngjörn” barátta á milli Dóra og manna eins og Friðrik Stefánssonar. Dóri hefur þó alla burði til að verða einn besti framherji landsins
Jón Norðdal
Jonni er einn af albestu mönnum Íslands, bæði í sóknini og vörninni. Hann ver mikið af skotum, rífur fullt af fráköstum og hann skilar líka helling af stigum á töfluna. Jonni er sennilega með duglegari mönnum í liðinu og hann leggur sig alltaf 200% fram. Ég persónulega dáist að hæfileikum hans sem framherja. Jonni verður pottþétt lykilmaður í landsliðinu eftir svona 2 ár.
Jón Gauti Jónsson
Jón Gauti er svipaður leikmaður og Arnar Freyr. Hann hefur mikinn hraða og mikla tækni, en hins vegar er Jón Gauti svolítið lítill. Jón er ungur og hefur alla burði til að verða frábær dripplari.
Magnús Gunnarsson
Maggi Gunn er maður sem maður hefði haldið að væri ekki mikill íþróttamaður. Hann er ekki stór og er frekar þykkur. Hann er engu að síður lkilmaður í einu besta liði landsins. Ef Maggi fær opið 3ja stiga skot getur klukkuvörðurinn sett 3 stig á töfluna áður en hann skítur. Maggi er s.s. frábær skytta þó hann hafi ekki mikinn hraða. Hann þekkir sín takmörk, þekkir þyngdarpunktinn sinn og veit því nákvæmlega hvað hann getur. Hann er frábær leikmaður.
Sverrir Þór Sverrisson
Sverrir er alkunnugur fyrir að vera besti varnamaður landsins. Hann stendur líka fyllilega undir því. Sverrir er frábær leikstjórnandi og er með nánast fullkominn leikskilning. Hann á lúmskar körfur í sókinni og getur verið drjúgur í stigaskori. Það hefði verið mikið áfall fyrir Keflavík að missa hann, en sem betur fer varð það ekki raunin.
Þröstur Leó Jóhannsson
Þröstur er frábær leikmaður nú þegar. Hann er aðeins 16 ára gamall og hefur alla burði til að verða einn sá allra bestu á þessu skeri. Hann hefur allt, styrk, tækni, skot. Hann hefur allt til að skapa hinn frábæra leikmann og það verður mjög gaman að fylgjast með honum í náinni framtíð.
Zlatko Gocevski
Zlatko er Bosman-leimaðurinn í liði Keflavíkur. Hann er stór en það hefði ekki skaðað Keflavíkurliðið ef hann vær sterkari. Hann er með flottar hreyfingar undir körfunni og gaman að sjá hann taka Jabbar hooks þegar hann spila á móti stærri mönnum. Það verður mjög gaman að fylgjast með honum í ár. Zlatko er miðherji.
A.J. Moye
A.J. lofar að mínu mati mjög góðu fyrir Keflavík. Hann er nautsterkur, duglegur í fráköstum, gefur stoðsendingar og umfram allt, skorar stig. Ég heyrði meira að segja þá skemmtilegu viðlíkingu að þetta væri eins og lítill Bradford+Glover, enda getur hann skotið og spilað undir körfunni. Ég er mjög spenntur að sjá hvað hann gerir fyrir liðið.
Adrian Henning
Satt að segja vita stuðningsmenn lítið um þennan mann því þetta er sá kani sem við komum til með að nota í Evrópukeppninni.
Siggi Ingimundar hefur því virkilega góðan hóp til að nota í vetur og ég verð virkilega svekktur ef honum tekst ekki að taka Íslandsmeistaratitilinn til Keflavíkur. Einnig væri gaman að sjá mína menn komast eitthvað áfram í Evrópukeppninni.