Ok hér er kannski svoldið seint sagt frá en Eddy Curry er ekki lengur í Bulls. Eins og flestir vita var Curry settur á hliðarlínuna í lokin af tímabilinu og missti einnig af playoffs.

Stjórn Bulls átti í vandræðum, mjög miklum vandræðum því að fyrir framan þá var ein mikilbægasta spurning komandi ára. Því að Curry var á hliðarlínunni ekki vegna meiðsla heldur vegna þess að hjartað á honum stöðvaðist í leik og ekki það stóð yfir í svoldin tíma. Bulls setti hann á bekkinn út tímabilið og vissi hvað átti að gera við hann. Læknar sögðu eitt og annað og engar niðurstöður komu sem sögðu eitthvað um hvað var að. Einn læknirinn sagði þó að Curry gæti þjáðst af fágætum genagalla í hjarta og ef svo væri þurfti Curry að hætta að spila… STRAX.

Curry var með bestu leikmönnum Bulls og átti sinn þátt í að þeir náðu þetta langt og þetta árið stóðr hann undir nafninu sem honum hafði eitt sinn verið gefið: Shaq Austursins, síðar varð hann líklega Shaq II eftir að Shaq fór til Miami.

Það var ekkert sérstakt við þetta góða tímabil hjá Curry því nátturulega eins og allir átti hann gott tímabil þegar hann þurfti að skrifa undir samning fyrir næsta tímabil. Það setti Bulls í sérstök vandræði því að Bulls gat varla gert samning við mann sem væri allteins líklegur að deyja í miðjum leik svo að þurfti að fara fram á eitthvað frá Curry. Og það var DNA-skoðun til að gá hvort hann væri með genagalla í hjartanu. Og Curry gat nátturulega neitað og gerði svo því að skoðunirnar gátu bundið enda á feril hans ef þær kæmu til baka neikvæðar, það er að segja að hann hefði genagallann. Bulls bauð Curry þá 400.000$ á ári næstu 40 árin ef það myndi gerast!

En Curry ákvað að spila íþróttina sem hann elskaði og gat lítið gert annað, draftaður úr highschool og því lítil atvinnutækifæri fyrir hann í framtíðinni.

Þá kom Larry Brown, og Brown þurfti á Curry að halda. Curry þurfti að vera hinn nýi Ben Wallace, óstöðvanlegt frákastaskrímsli (ef Curry tekur sömu tölur í fráköstum og Wallace þá væri Curry líklega að spila gegn grunnskólakrökkum) sem allir myndu vilja að væri vinur sinn því að hann gæti lamið hvern sem er og tæki “Gillz” í kennslutíma um hvernig það ætti að trashtalka og rífa kjaft og hafa efni á því (SKOT) ;)

Brown vildi hann svo mikið að hann kastaði til Michael Sweetney, Tim Thomas og Jermaine Jackson og ekki nóg með það einnig fengu Bulls 2 nýliðadrætti í seinni umferð nýliðavalsins árið 2007 og 2009. Og einn nýliðadrátt í fyrstu umferð á næsta ári. Bulls þurfti þó að láta af hendi Antonio Davis en lítum á þetta, Tim Thomas er reyndur náungi og getur átt fína leiki. Jermaine Jackson er lítið sérstakur en málið snýst um Michael Sweetney. Og hann tekur fleiri fráköst en Curry og þó svo Sweetney sé ekki að koma með Jordan tölur í skori þá er hann á sama mælikvarða og Curry þegar það kemur að nýtanleika(efficiancy).

Og nýliðadrættirnir eru bara rjóminn á tertuna sem Bulls eru að græða á þessu. Bulls hafa notað sína valliðadrætti vel seinustu árin (Kirk Hinrich, Ben Gordon, Luol Deng, Andrés Nocioni og Chris Duhon kom vel á óvart enda valinn í seinni umferð).
Og því verr sem Curry stendur sig hjá Knicks því betri verða valréttirnir fyrir Bulls.

Bulls eru því á næstu árum með mjög gott lið ef allt fer vel.

http://sports.espn.go.com/espn/page2/
story?page=jackson/051011

Fyrir þá sem vilja vita meira um málið.
Snoother