Mitt lið - Orlando Magic 05-06 Minn NBA áhugi undanfarinn áratug eða meira hefur einskorðast nær eingöngu við Orlando Magic, er s.s die-hard fan. Síðustu tvö tímabil hafa verið frekar slöpp, og þá sérstaklega þarsíðasta tímabil. Skulum ekkert ræða þá skömm.

En ég bíð spenntur eftir komandi tímabili, lofar góðu fyrir mitt lið. Steve Francis er víst farinn að spila eins og sannur leikstjórnandi núna skv. því sem íþróttafréttamenn hafa séð t.d á æfingum og í fyrsta pre-season leiknum gegn Atlanta í gær. Francis var eins og flestum er kunnugt skipt til Orlando ásamt Kelvin Cato og Cuttino Mobley fyrir Tracy McGrady og fleiri. Francis var ekki sáttur fyrst en það óx af honum og átti nokkuð stabílt tímabil þar til Mobley var skipt til Sacramento og eftir það var hann alltof kaflaskiptur.

Grant Hill mun aldrei aftur eiga eitthvað sem gæti kallast “stókostlegt tímabil” á kvarða stórstjarna, ef þið skiljið. Hann hinsvegar getur átt stórkostlegt tímabil í ljósi meiðslanna og endurkomunnar. Bara með því að spila vel og leggja sitt af mörkum þá er það stórkostlegt. Það er frábært fyrir deildina að svona gott mannsefni skuli eigi afturkvæmt í deildina en flestir hefðu látið það gott heita eftir fyrstu tvær aðgerðirnar og ákveðið að hætta en Grant gafst ekki upp, hefur gengið í gegnum fjórar erfiðar aðgerðir og miklar og erfiðar endurhæfingar til að snúa aftur í þann leik sem hann elskar. Án efa stórhjartaður maður sem gefst ekki upp.

Uppkomandi leikstjórnandi sem lofar góðu, Jameer Nelson. Hann er lágvaxinn og snöggur og getur verið góður kostur af bekknum ásamt Keyon Dooling sem kom frá Miami í sumar. Jameer sannaði getu sína í lok síðasta keppnistímabils þegar hann var settur í byrjunarliðið og Francis í skotbakvörð. Skoraði vel og átti fínan fjölda af stoðsendingum. Hedo Turkoglu og Pat Garrity eru skyttur sem eru svakalega upp og niður. Eiga stórgóða leiki en hverfa svo í allnokkra og eru bara below radar, en mæta svo skyndilega aftur og eru mikilvægir liðunu. Garrity reyndar spilaði lítið á síðasta tímabili sökum meiðsla. Hraður bolti þáverandi þjálfara, Johnny Davis, hentaði honum illa þar sem hann er hægfara og svokallaður still-shooter.

DeShawn Stevenson er ungur skotbakvörður sem virtist eiga bjarta framtíð í körfuboltanum en síðan fór allt að dala og hann nánast hvarf af sjónarsviðinu. Hann átti nokkra mjög góða leiki á síðasta tímabili, sérstaklega eftir að Davis var rekinn og Jent tók tímabundið við. Vona að hann nái að sýna sitt rétta andlit í ár. Kelvin Cato og Tony Battie eru bara meðalcenterar, ekkert meira. Vinna sína vinnu ágætlega en fer lítið fyrir þeim þannig lagað séð, það er, þeir eru ekki mikið að láta til sín heyra í leikjum. Eiga örsjaldan einhverja stórleiki, en færa liðinu samt mikilvæg fráköst og nokkur auka stig. Mætti kalla þá þjarkana í liðinu sem fáir taka eftir. Sama á við um Andrew DeClercq.

Orlando bættu nokkrum í leikmannahópinn í sumar, auk Keyon Dooling. Bo Outlaw snýr aftur til Orlando og mun vonandi koma skarpur af bekknum og endurvekja hið gamla góða “heart and hustle” leiklag sem einkenndi Orlando hér í den. Einnig eru komnir Matt Freije, Felipe Lopez, Ken Johnson og Terence Morris.

Það sem virkilega mætti kalla bjarta von hvað varðar þetta lið, auk breytts leikstíls Steve Francis (allavega það sem komið er), er Dwight Howard og Brian Hill, hinn nýi “gamli” þjálfari liðsins.

Brian Hill er nú í annað sinn aðalþjálfari Orlando en hann stýrði liðinu á sínum gulltímabilum, þegar liðið var eitt það besta í deildinni og komst meðal annars í úrslit 1995. Hill mun hjálpa Orlando að bjarga mikilvægum hluta körfuboltans: vörninni. Vörn Orlando lofaði góðu í byrjun síðasta tímabils, en hrundi svo gersamlega og enduðu tímabilið næst neðstir hvað varðar fjölda stiga andstæðinga. Hill er í miklum metum í Orlando og ég vona að hann eigi fleiri góð tímabil þarna.

Dwight Howard. Undrabarn að mínu mati. Hann er tvítugur, 211cm hár og 120 kg en mjög þroskaður andlega og félagslega. Blaðamenn hafa skrifað um það hversu sterkur karakter hann er og hversu auðveldlega hann hefur höndlað fyrsta tímabilið. Hann rakst ALDREI á hinn margfræga nýliðavegg. Margir héldu að hann mundi þreytast mjög þegar á liði tímabilið, enda ungur og ekki úr háskólaboltanum, en hann sló met, stráksi. Howard er fyrsti nýliði NBA sögunnar sem er í byrjunarliði síns liðs alla 82 leiki tímabilsins. Hann fékk ekki að spreyta sig mikið síðasta tímabil því þáverandi þjálfarar, Davis og Jent, vildu ekki leggja álagið strax á herðar hans. Nú, hins vegar, vill Hill láta sóknina flæða meira til hans og vill fá hann meira inn í leik liðsins til að þróa hann upp í það sem hann getur orðið: afburðaleikmaður. Á síðasta tímabili var hann ekki mjög fyrirferðamikill en það sem einkenndi hans leik var stöðugleiki. Hann var alltaf áreiðanlegur hvað varðar hans föstu 12 stig og 10 fráköst í leik, einn af aðeins sjö leikmönnum NBA frá upphafi sem hafa verið með double-double að meðaltali fyrsta tímabilið sitt. Hann skoraði mest 29 stig í fyrra og tók 20 fráköst þrisvar, tók 15 varnarfráköst í einum leik og varði 7 skot mest í leik.

Fantasy Draft á NBA.com segja að hann sé mögulega “Amare Stoudamire austursins” og einn íþróttafréttamaður frá ESPN minnir mig sagði að þessi strákur á eftir að verða svo góður að hann mun verða stórstjarna sem á sér engan líkan. Hann spáði því að þessi drengur ætti eftir að vera með um 30 stig að meðaltali og 20 fráköst í leik þegar hann er orðinn 25 ára. Hvort sem það gengur upp eða ekki, verður bara að koma í ljós.

Ég ætla að spá mínu liði ágætu gengi. Fjórða sæti í austrinu með stöðuna 45-37. Sá leikmaður sem mun bera af í liðinu er án efa Dwight Howard, ber miklar vonir til hans. Þess má til gamans geta að á myndinni sem fylgir þessum pistli sést hann hoppa upp og kyssa hringinn, en þetta er ekki gert með tilhlaupi heldur stokkið jafnfóta á staðnum. Hann getur víst næstum snert efsta hluta spjaldsins.
Þetta er undirskrift