Nathan Ellington, Ledley King, Daniele De Rossi, Dean Ashton, Gianpaolo Pazzini og Nigel Reo-Coker eru bestu knattspyrnumenn heimsins í dag!
Grizzlies fá Stoudamire
Memphis Grizzlies eru búnir að næla sér í Damon Stoudamire sem að síðastliðin 8 tímabil hefur verið með Portland Trailblazers. Stoudamire skrifaði undir samning til fjögurra ára. Stoudamire var með 15.8 stig, 5.7 stoðsendingar og 1.1 stelinn bolta í tölur hjá seinasta tímabili sínu hjá Portland, sem að eru fínar tölur. Hann er bara 5-10 sem er nokkuð lítið en það virðist ekki halda afur af honum á vellinum. Stoudamire var valinn Rookie of the Year eftir tímabilið 1996, og þá var hann með Toronto Raptors. Um mitt 1997-1998 tímabilið var honum skipt til Portland. Stoudamire hefur tvisvar sinnum verið handtekin fyrir meðhöndlum á eiturlyfjum, en hann segir að allt það sé liðið. Grizzlies liðið þurfti að styrkja sig eftir að hafa skipt út mönnum eins og James Posey, Bonzi Wells og Jason Williams. Ég tel Stoudamire vera nokkuð góðan styrk en þeir þurfa að ná í fleiri góða leikmenn.