L.A. Lakers sigruðu Sixers 100-86 í fjórða leik liðanna um NBA meistaratitilinn, og eru núna búnir að vinna 3 leiki í röð síðan að þeir töpuðu fyrsta leiknum á heimavelli og er staðan því 3-1 fyrir Lakers og þurfa þeir aðeins að vinna einn leik í viðbót til þess að hampa meistaratitlinum. Shaquille O'Neal var stigahæstur hjá Lakers með 34 stig og 14 fráköst, næstur kom Kobe Bryant með 19 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar og var aðeins einni stoðsendingu frá því að ná þrennu.
Hjá Sixers var það Allen Iverson að vanda sem var stigahæstur með 35 stig og Dikembe Mutombo var með 19 stig og 9 fráköst.
Næsti leikur er á föstudaginn 15. júní og verður hann í Los Angeles og geta Lakers því tryggt sér meistaratitilinn á heimavelli sínum annað árið í röð.