Michael Redd hefur áhveðið að semja við Bucks aftur(þeir gátu borgað honum mest).Cleveland var líka að elta hann eins og clippers. Redd er SG og skoraði 23 stiga að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.
Cleveland með Lebron james fremstan í flokki er að reyna að lokka til sín störnur um þessar mundir til þess að halda LJ ánægðum, þeir gerðu meiri segja kynningarmyndband með James í og sendu til bestu leikmannana sem voru með lausan samning, clippers og houston hafa líka verið að reyna að ná sér í leikmenn(reyndar öll liðin í deildini en þau hafa verið duglegust í fjölmiðlum).
Nýju samningarnir í NBA segja að núna í ár(bara í ár) má lið sem er yfir launaþakkinu losa sig við einn leikmann til þess að komast undir launaþakkið en mega þá ekki semja við hann aftur á lægri launum(þeir þurfa samt að borga þeim en það verður ekki skráð), Knicks munu örugglega losa sig við Allan Houston,lakers við Brian Grant,Dallas var að pæla í Finley, Toranto við J.rose en þetta eru allt mjög launaháir leikmenn.
Hérna eru svo nokkur nöfn á eftirsótum leikmönnum sem eru með lausan samning(reyndar í sumum tilfellum getur liðið sem þeir voru í jafnað samningstilboð annara lið og þá fara þeir hvergi).
Larry Hughes Washington 22 stig, 6 frák,5 stoð og 3 stolna bolta. Var valinn í varnarlið ársins. SF
Zydrunas Iigauskas C frá Cleveland 17 stig,9 frák og 2 blok.
Shareef Abdur rahim sf-pf
portland.17 stig,7 frák,2 stoð. Ég hef trú á þessum.Hann var ekki að fíla sig með Portland en mun koma sterkur inn.
Antoine Walker PF Boston æi hann var einu sinni svo góður en hefur ekki náð að fylgja því eftir, en gæti skilað sínu ef hann fær að vera sóknarmaður númer 2 eða 3. 19 stig, 9 fráköst, 3 stoð.
Bobby Simmons SF Clippers. Það er ótrúlegt hvernig sumir leikmenn hrökkva í gang þegar þeir eru á síðasta ári á samningi. Hann fékk framfara verðlaunin í NBA. Hann á eftir að standa sig vel hvar sem er. 16 stig, 6 frák, 3 frák.
Cuttino Mobley SG kings náði sér ekki á strik með Kings eftir að hafa komið frá Orlando.17 stig,3 frák og stoð.
Stomile Swift Memphis PF-C margir eru á eftir þessum strák enda ungur og stór.Þarf að fá að spila meira. 10 stig, 5 fráköst en á aðeins 21 mín.
Donyell Marshall sf-pf Toranto ég hef trú á að hann fari í eithvað lið sem mun berjast um titil. Hann er 32ára og mun styrkja eithvað lið mikið ef hann fær að koma á bekknum, góð skytta.
En það eru að sjálfsögðu fullt af fleiri leikmönnum með lausam samning en þetta eru þeir helstu
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt