Horry fór á kostum skoraði úr 5 af 6 þriggjastigaskottum, tók frákast og svo tók hann eina rosalega troðslu.
Leikurinn var ótrúleg skemmtun en maður hafði það alltaf á tilfininguni að Detroit myndi klára þetta en þeir fóru illa að ráði sínu í restina og svo í framleginguni þá gerði R.Wallace aulalegustu mistök sem ég hef séð í langan tíma, Detroit var að vinna með 2 stigum og c.a 10 sek eftir þegar spurs tekur innkast senda á Ginobili og Wallace fer og tvöfaldar Ginobili og skilur Horry einn og óvaldaðan fyrir utan þriggja stiga línuna og að sjálfsögðu kláraði hann þar(hann er þekktur fyrir að klára svona skot og var orðinn sjóðandi heitur). Ótrúleg mistökk sem Larry Brown var nú ekki að trúa því að hann sagði við sýna menn að aldrei að skilja Horry eftir opinn.
En já svona fór þetta og núna vona ég að Detroit vinni næsta leik svo að við fáum að sjá spennandi 7 leik.
Held samt að Spurs klári þetta í næsta leik.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt