Ég er búinn að vera að rúnta um borgina leitandi að völlum og þeir virðast allir vera hörmulegir. Annaðhvort eru körfurnar ryðgaðar í gegn eða vellirnir sjálfir halla upp og niður…
Er ekki tímabært að gera eitthvað í þessu?? Tala við ÍTR eða KKÍ og biðja um, þó það væri ekki nema einn, almennilegan körfuboltavöll þar sem menn gætu hist og tekið smá 3 á 3 götu körfubolta…??
jafnvel bara stað þar sem hver sem er getur mætt og farið í körfu þegar hann vill… ef það er designated staður þá mætir jú fullt af liði
Hvað segiði? Er þetta ekki algerlega málið? Eða er ég bara klikkaður??
Yaman