Ég tel að það séu nokkrar ástæður
1. Ginobili hefur ekki verið að spila eins vel undanfarið og virðist Detroit hafa breytt aðeins vörnini gegn honum og spilað meiri hjálparvörn á hann. Ef spurs ætla sér að vinna þarf hann að komast í gagn.
2. Það er allt annað að sjá Varnarleikinn hjá Detroit
3. Duncan hefur ekki náð sér á strik, hann er að skora 16 stig og 16 fráköst en skaut aðeins 5-17
4. Bakkverðirnir hjá Detroit eru að spila betur en þeir hjá Spurs.
5. Big Ben er byrjaður að spila að krafti.
6. Detroit náði að skora 100+ sem segjir manni að spurs vörnin þarf að taka sig á því Detroit er ekki þekkt sóknarlið.
Þetta voru bara nokkur atriði.
En það var skrítið að fylgjast með leiknum í gær og sjá spurs liðið nánast gefast upp. Ég spái því að þeir koma mjög sterkir til leiks í næsta leik og þetta verður hörkuleikur.
En það er eithvað sem segjir manni að Spurs vinnur næsta leik og að Duncan eigi eftir að brillera.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt