Þessi 183 sentímetrahái leikmaður hefur svo sannarlega sannað að hæðin skiptir ekki höfuðmáli, heldur spila hugrekki og sjálfstraust stórt hlutverk í getu leikmanna.
Þessi ungi leikmaður kom í NBA deildina eftir tvö frábær ár hjá Georgetown háskólanum, sem er betur þekktur fyrir að ala af sér frábæra miðherja; Dekembe Motumbo, Patrick Ewing, Alanzo Mourning og margir fleiri.
Hann var valinn í NBA deildina af 76ers, og í byrjun lét Larry Brown, þjálfari hans, hann spila leikstjórnandastöðuna, sjálfagt sökum skort á hæð til að spila skotbakvörð og skort á leikstjórnanda.
Iverson var þá stigahæsti nýliðinn með 23,5 stig í leik, sem gaf honum 6 sæti yfir stigahæstu menn.
Hann var svo færður í skotbakvörðinn og leiddi þá deildina í stigaskorun, en var þá þegar búinn að lenda í ýmsum vandræðum með Larry Brown og leit allt út fyrir að annar þeirra myndi þurfa að yfirgefa herbúðir sixers-manna.
Með snilldar skiptum tókst Larry Brown hinsvegar að byggja upp lið í kringum Allen Iverson. Þetta Sixers-lið minnir á myndina ‘The Replacements’ því þetta eru menn sem hafa fengið annað tækifær, s.s. Aaron Mckie, Eric Snow, George Lynch og fleiri slíkir. Það var greinilegt að Larry Brown viss hvað hann var að gera þegar hann skipti Jerry Stackhouse fyrir Theo Ratliff, hann kom vel út.
Það var svo í febrúar í vetur sem Larry Brown sá fram á að lið hans átti möguleika á því að vinna deildina, en til þess þurftu þeir stóran miðherja og eins og margir vita vaxa stórir, sterkir og góðir miðherjar ekki á trjám. Því þurfti Larry Brown að skipta tveimur sterkum pólum út úr liðinu fyrir Mutombo, sem lék þá með Atlanta. Kukoc og Ratliff var skipt, en Kukoc hafði spilað hlutverk 6. manns og kom inn og gat skorað mikið. Reyndar hafði hann verið heldur brottgegnur með Sixers en Ratliff hafði ávallt skilað sínu og var með hæstu mönnum í vörðum skotum.
Það var áhætta að fá Mutombo, en Larry Brown hefur sýnt að það borgaði sig. Aaron Mckie hefur stigið meira og meira upp, einnig hefur snillingurinn Iverson aukið stigaskorun sína, sérstaklega í úrslitakeppninni.
Það er greinilegt að Larry Brown kann á leikmenn, þegar menn eins og Raja Bell stíga upp þegar mest á reynir og skora mikilvægar körfur.
Ég held með Sixers í þessu einvígi, en vegna tilkomu Dereks Fisher þá verður ákaflega erfitt að stöðva Lakers, því Fisher er sjálfsagt að verða einn af hættulegustu leikmönnum í úrslitakeppninni, hann er ótrúlega hittinn og því geta Philadelphia ekki mikið tvídekkað Kobe og Shaq.
Engu að síður verður þetta frábært einvígi…
Megi betra liðið sigra!