Philadelphia 76ers sigraði Milwaukee Bucks 89:88 í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA körfuboltans í nótt. Staðan í einvíginu er nú 3:2 og þarf Philadelphia því aðeins einn sigur til viðbótar, til þess að tryggja sér sæti í úrslitum NBA deildarinnar.
Það var varamaðurinn Eric Snow sem skoraði síðustu körfu Philadelphia, þegar 31 sekúnda var eftir af leiknum og kom þeim yfir 89:86. Jason Caffey minnkaði muninn í eitt stig þegar 18 sekúndur voru eftir og fimm sekúndum síðar brenndi Aaron McKie af tveimur vítum. Milwaukee fékk því tækifæri á að tryggja sér sigurinn, en skot Glenn Robinson geigaði.
Eric Snow var með 18 stig hjá Philadelphia og McKie var með 15 stig, eins og Allan Iverson sem gengur ekki heill til skógar. Hjá Milwaukee var það þrenningin Robinson 22 stig, Ray Allen 20 stig og Sam Cassell 18 stig, sem var mest áberandi.
-af www.mbl.is-
Daginn eftir leikinn kom í ljós að Eric Snow væri með brákaðan ökla en það kom ekki í veg fyri Snjó-inn að tryggja Philly sigur og eru þeir stutt frá úrslitunum.