Til að byrja með verður að taka til greina val í svokalla Nba first team, second team og third team. Allar stórstjörnur sem voru “uppi” á bestu árum Reggie hafa fengið sæti í þó nokkrum liðum. Ef við tökum mann sem er enn að spila í dag og er kannski einn af “minni” stöðugu stórstjörnum síðasta áratugar Gary Payton. Núna getur hann að vísu ekki dekkað Anthony Johnson í gegnum pick and roll en hann var gríðar öfulugur bæði varnar og sóknarmaður var jafna valinn í varnarliðið og var tvisvar sinnum valinn í first team, fjórum sinnum í second team og einu sinni í third team. Reggie hefur verið valinn þrisvar í Third team og sex sinnum í All star leikinn.
Reggie hefur aldrei verið sérstakur varnarmaður, ekkert lélegur en aldrei sérstakur. Á þessum punkti á ferlinum gæti hann ekki dekkað ljósastaur þótt hann væri bundinn við hann. Hann getur að sjálfsögðu skotið ljósin úr salnum og skorað fleiri stig en þau ár sem hann hefur verið til (39) og er það vert mikils hróss. Aftur á móti verður að skoða hvernig er verið að búa til skotin hans. Hann hleypur af skrínum, sikk sakkar um völlinn og fær hálf opið skot eftir 15 sekúndur (sem hann að vísu setur ofan í í 45% tilvika) en hann hefur aldrei getað búið sér sjálfur til færi og það verður að hugsa út í slíkt þegar er verið að tala um stórstjörnu.
Ekki misskija mig með þessari umræðu samt. Maðurinn hefur átt gríðarlega farsælan feril og leitt liðið sitt í NBA úrslitin einu sinni og farið þrisvar (gæti verið tvisvar leiðréttið mig ef það er vitlaust hjá mér) með það í úrslitin austan megin. Í þeim skiptum sem hann komst ekki lengra en í undanúrslit deildarinnar tapaði hann fyrir Micheal Jordan og tók hann í sjö leiki '98 ef ég man rétt. Þannig að með þessum pistli er ég alls ekki að meina að maðurinn sé lélegur eða óverðugur stöðu sinnar sem einhverskonar Icon, aftur á móti er ég að segja að það á að fara varlega í að segja að maðurinn sé stórstjarna.
Afsakið innsláttarvillur og annað.
Þessi grein er nokkurskonar íslenskun á grein sem birtist á espn page 2 fyrir nokkru síðan. Aftur á móti hef ég stytt efnið og bætt við þar sem á við.
!shamoa maaphukka!