
Derek Fisher var stigahæstur í liði Lakers með 28 stig og er það persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni. Shaquille O´Neal kom næstur með 26 stig og tók auk þess 10 fráköst og Kobe Bryant gerði 24 stig og tók 10 fráköst.
Phil Jackson, þjálfari Lakers, á nú möguleika á að vinna áttunda NBA-titilinn á síðustu ellefu árum. Hann var sem kunnugt er þjálfari Chicago Bulls og vann sex titla með því félagi er Michael Jordan lék með liðinu.