Lög um veitingu ríkisborgararéttar voru samþykkt á þinginu þann 20. maí og öðluðust lögin þegar gildi. Meðal þeirra 11 einstaklinga sem fengu ríkisborgararétt að þessu sinni var Brenton Joe Birmingham fyrirliði íslandsmeistara Njarðvíkur.
Þar með er ljóst að Brenton mun leika sem Íslendingur hjá UMFN næsta vetur og því getur félagið fengið sér annan Bandaríkjamann. Ekki er vitað annað en Brenton muni áfram verða í herbúðum Íslandsmeistaranna.
Á næstu dögum mun Brenton síðan sækja formlega um nýtt körfuknattleiks ríkisfang til FIBA, en þriggja ára biðtími er eftir því. Að þeim þremur árum liðnum mun Brenton verða gjaldgengur með íslenska landsliðinu, en þá verður hann 31 árs gamall.
Þrír leikmenn af erlendu bergi brotnir hafa leikið með íslenska landsliðinu til þessa, en það eru þeir Ívar Webster, Jónatan Bow og Alexander Ermolinskij.
Nú er bara að sjá hvort íslenska landsliðið getur eitthvað með þennan útlenska íslending innanborðis.