Eins og flestir ættu að vita fóru Þór Akureyri og Höttur upp í efstu deild á þessari leiktíð.
Þór Akureryi vann 1. deildina nokkuð auðveldlega, voru 6 stigum á undan Val með 34 stig. Þeir voru óstöðvandi, unnu 17 af 18 leikjum sínum og voru með 429 stig í plús.
Valur, Höttur, Stjarnan og Breiðablik komust í úrslitakeppnina, um það hver myndi fara upp í efstu deild ásamt Þór.
Höttur mætti Stjörnunni og Valur mætti Breiðablik.
Þar sem ég bý á Egilsstöðum gat ég fylgst með 2 af 3 leikjum Hattar við Stjörnuna.
Fyrsti leikur liðanna var háður í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.
Þessi leikur var engan veginn spennandi. Liðin skiptust á að komast yfir með 10 stigum og svo öfugt. Þetta endaði með því að Höttur vann leikinn 91-86.
Leikur númer tvö var háður fyrir sunnan.
Stjörnunni tókst að vinna 86-79.
Þriðji leikurinn og jafnframt úrslitaleikurinn var háður hér fyrir austan. Íþróttahúsið var troðfullt og leikmenn Hattar sáu til þess að þetta var hin fínasta skemmtun. (Auðvitað alltaf gaman að sjá liðið manns rústa.) Höttur vann leikinn 100-74.
Fyrsti leikur Vals og Breiðabliks var háður á heimavelli Vals, Valur vann hann nokkuð auðveldlega 90-72.
Leikur númer tvö var í Kópavoginum. Breiðablik rústaði honum 101-79.
Úrslitaleikinn vann Valur svo 87-72.
Í úrslitaleiknum mættust svo Höttur og Valur, eins og flestir ættu að vita þurfti annaðhvort liðið að vinna 2 leiki til að tryggja sig áfram með Þór.
Í fyrsta leiknum mættust liðin fyrir sunnan. Ég sá ekki leikinn, en mér var sagt að einn Hattarinn hefði sett einn þrist alveg í lokin, svo Höttur vann leikinn 87-89.
Leikur númer tvö var hérna á Egilsstöðum í kvöld, ég að sjálfsögðu mætti og það var allt troðfullt, því ef Höttur myndi vinna þá færu þeir upp.
Það var svo troðið að ég og svona 50 aðrir þurftum að sitja alveg við hliðarlínuna.
Leikurinn byrjaði mjög spennandi og liðin skiptust á körfum hægri vinstri. Mér fannst svolítið eins og Hattarmenn væru ekki orðnir heitir.
Strax í öðrum leikhluta byrjuðu Hattarmenn að auka forskotið. Þegar þeir voru komnir með 10 stiga forustu hélst það í smá tíma, en í 3. og 4. leikhluta fóru þeir að ná öllum fráköstum og að raða niður tvistum og þristum. Leikurinn endaði 91-56 fyrir mínum mönnum. Samkvæmt mbl.is voru um það bil 700 manns sem fylgdust með leiknum.
Þetta var í fyrsta sinn í sögu Hattar sem liðið fer upp í fyrstu deild og vill ég meina að mestan heiður að þessu eigi útlendingurinn Eugene, þó að allir hinir hafi verið frábærir.
Auðvitað var þessu fagnað með flugeldasýningu og viðeigandi.
Ég vill enda þessa grein með því að óska Hetti og Þór til hamingju með þennan áfanga.