LEIKURINN: Gangur leiksins var 31-21 eftir fyrsta leikhluta, 50-42 í hálfleik, 69-66 eftir þriðja leikhluta og lokastaðan 88-87. í lok leiksins voru raptors með boltann og tvær sekúndur eftir, auðvitað átti Vince Carter að fá boltann og hann fékk boltann, rétt fyrir utan þriggja stiga línunna, Aron McKie var að dekka hann hljóp á eftir honum Vince Carter feikaði, tók þriggja stiga skot í lélegu jafnvægi og klúðraði. Allt klikkaðist í höllinni og fólk hljóp út á völlinn. Allen Iverson fór til fjölskyldunnar sinnar og var næstum kramin það var svo troðið í höllinni. Leikfélagar hans kölluðu, MVP MVP MVP MVP. Svo kom pínkulítil kona að taka viðtal við hann og hún var við það að kremjast þarna. En þessi leikur var mjög góður en samt voru hvorki Carter eða Iverson að skora allveg rosa mikið, en Iverson sló persónulegt met með því að senda 16 stoðsendingar.
LÝSARAR: Svali Björnsson og Friðrik Ingi Rúnarsson voru að lýsa leiknum og tókst þeim ágætlega upp, en þeir eru bara alltof rólegir! Þegar Carter klúðraði og sixers unnu þá töluðu þeir bara venjulega eins og þetta hefði verið hver önnur sókn. Við skulum bara vona að þeir verði ekki þeir sem lýsa lokaleiknum í the finals.
MAÐUR LEIKSINS: Iverson, ekki spurning, hann var með 21 stig og 16 stoðsendingar, annars var Davis líka að spila vel með 23 stig og 9 fráköst.
<B>Azure The Fat Monkey</B>