Í gær var seinasti séns til að skipta leikmönnum í NBA deildinni á þessu leiktímabili og eins og vanalega var slatti af skiptum. Ég ætla að segja mínar skoðanir á þeim og ég tek það fram, ég tek launaþakið ekkert með í þessum pælingum en ég veit einfaldlega of lítið um það. Tölurnar í svigunum er stigaskor leikmannanna á leiktímabilinu.

Kings - Sixers
Stærstu skiptin voru á milli Sacramento Kings og Philadelphia 76ers þegar stjörnuleikmaðurinn Chris Webber (21.3) fór ásamt Michael Bradley (1.5) og Matt Barnes (3.8) fyrir Brian Skinner (2.0), Corliss Williamson (10.8) og Kenny Thomas (11.3).
Ég held að þetta hafi verið skynsamleg skipti fyrir bæði lið. Þrátt fyrir að Chris Webber sé frábær leikmaður og sé búinn að eiga mjög gott ár eru búin að vera vandamál á milli hans og Sacramento liðsins í langan tíma. Hann er líka ekki beint vinsælasti leikmaðurinn í Sacramento borg og það var bara tímaspursmál hvenær hann færi. Sixers græða á því og ef hann stendur sig vel með þeim ættu þeir að bæta annars lélegan árangur sinn verulega.
Kings fá tvo fína leikmenn, þá Corliss Williamson og Kenny Thomas. Það var eitthvað sem þeim vantaði, að styrkja bekkinn.

Hornets - Sixers
Hornets fá Glenn Robinson fyrir Jamal Mashburn og Rodney Rogers (9.2).
Frekar skrýtin skipti. Glenn Robinson og Jamal Mashburn auðvitað báðir góðir leikmenn en hvorugur þeirra er búinn að spila leik í vetur og spurning hvort þeir muni spila eitthvað meira yfir höfuð í NBA. Rodney Rogers er eini leikmaðurinn þarna sem er virkur og skrýtið að Hornets láti hann frá sér, staðan þeirra er nú fyrir ömurleg. Kannski eru þeir bara búnir að gefast upp.

Rockets - Bucks
Reece Gaines (2.6) fer til Bucks ásamt tveimur annarar umferðar valréttum fyrir Zendon Hamilton (3.2) og Mike James (11.4).
Frekar ómerkileg skipti. Houston fær enn einn miðlungs PG og Zendon Hamilton sem er reyndar fínasti backup leikmaður. Reece Gaines er ómerkilegur leikmaður.

Cavs - Celtics
Jiri Welsch (7.5) fer til Cavs fyrir fyrstu umferðar valrétt.
Cavaliers fá hérna mjög góðan backup fyrir LeBron. Welsch er hin fínasta skytta og á örugglega eftir að nýtast þeim vel.

Knicks - Houston
Houston aftur mættir og hérna fá þeir Vin Baker(1.4), Moochie Norris (2.6) og annarar umferðar valrétt fyrir Maurice Taylor(7.8).
Maurice Taylor er ágætur leikmaður og mun styrkja Knicks undir körfunni. Vin Baker er hins vegar útbrunninn eftir of margar meðferðir og Moochie Norris, sem var lítið annað en klippingin er búinn að losa sig við “afróið”.
Knicks koma betur út úr þessum skiptum leikmannalega séð.

Celtics - Hawks
Boston fá Antoine Walker (20.4) í skiptum fyrir Gary Payton (12.1), Tom Gugliotta (1.3), og fyrstu umferðar valrétt.
Stór skipti. Antoine Walker kominn aftur til Boston og á eftir að styrkja þá verulega. Þeir þurfa samt að finna sér nýjan PG nú þegar Payton er farinn. Marcus Banks er langt frá því að vera byrjunarliðs PG.
Þetta er fimmta liðið hans Paytons á þremur árum. Vonandi nær að hann að klára ferilinn hérna. Hann er það góður leikmaður að maður vill ekki sjá hann klúðra endanum á ferlinum svona illa. Ég veit ekki hvort Hawks eiga eftir að græða mikið á honum. Hann er auðvitað ennþá frábær leikmaður en þarf held ég að líka við liðið til að spila upp á sitt besta.

Warriors - Hornets
Hornets fá Speedy Claxton (13.1) og Dale Davis (3.1) fyrir Baron Davis (18.9).
Hornets henda enn einni stjörnunni frá sér. Davis er reyndar búinn að spila mjög lítið vegna meiðsla í ár og Hornets þarf sárlega að styrkja leikmannahópinn. Samt held ég að þeir hafi tapað á þessum skiptum. Davis er frábær leikmaður þegar hann er heill og hann á eftir að komast í gott form.
Claxton er samt góður leikmaður og það verður gaman að sjá hann í Hornets þar sem hann ætti að fá meiri leiktíma.

Knicks - Spurs
Spurs fær þá Jamison Brewer (1.7) og Nazr Mohammed (10.9) fyrir Malik Rose (6.3) og tvo fyrstu umferðar valrétti.
Spurs ætla greinilega að verða meistarar. Hér fá þeir Nazr Mohammed sem er búinn að eiga sitt besta tímabil hingað til í ár. Rose er mjög sterkur varnarmaður en kominn af bestu árunum.

Nuggets - Warriors
Eduardo Najera (4.2), Luis Flores (2.1) og fyrstu umferðar valréttur til Denver í skiptum fyrir Nikoloz Tskitishvili (1.5) og Rodney White (5.6).
Frekar ómerkileg skipti. Najera skiptir aftur um lið og Tskitishvili prófar nýy lið en hann hefur alls ekki staðið undir væntingum eftir að hafa verið valinn fimmti 2002.

Heat - Bobcats
Steve Smith (7.9) fer til Heat í skiptum fyrir Malik Allen (5.9) og fjárupphæð.
Malik Allen á eftir að styrkja vörn Bobcats eitthvað en ég er hræddur um að Smith eigi eftir að týnast í sterkum leikmannahóp Miami Heat.

—-

Svo vil ég benda á að á næstu dögum mun koma upp kubbur hingað á áhugamálið þar sem verður hægt að sjá videoklippur af körfuboltaklippum. Þetta hefur lengi legið fyrir hjá mér en mig hefur bara alltaf vantað íslenskt vefsvæði til að hýsa þær. Þau mál eru komin í lag svo að þetta ætti að koma á næstu dögum.
En til þess að þetta virki þarf ég ykkar hjálp með því að senda á mig flottar klippur. Ég er með slatta í tölvunni en mun samt ekki nenna að halda þessu uppi ef það verða aðeins klippur frá mér sem verða á þessu.
Þess vegna er um að gera að senda á mig klippur emailið er milkpunch@gmail.com