Carter er bara góður, en alls ekki frábær leikmaður. Þegar kemur af því að meta hverjir eru bara góðir, og þeir sem eru frábærir þá kemst Carter ekki inná þann lista. Ekki heldur MaGrady. Þeir báðir eru sýningartröll og oft spyr maður sig hvort þeir ættu ekki frekar að vera í AND1 auglýsingum heldur en í NBA.
Þegar kemur af því að einhver í liðunum þeirra þarf að stíga upp og að draga vagninn á sitja þeir oftas, eða næstum alltaf hjá. Þeir eru ekki tilbúnir, eða þeim langar ekki, til að leiða liðið, vera sá leikmaður sem liðið getur treyst á. Þeir eru of hræddir um að klúðra og ráða því ekki við pressuna sem fylgir því.
Þegar það kemur af því að einhver þarf að stíga upp hjá Nets þá er það alltaf Kidd sem stígur upp, aldrei Carter. Carter situr alltaf hjá. Hann gerði það ekki einu sinni hjá Toranto, þegar liðið leitaði til hans, þá vildi hann það ekki. Chris Bosh var oftast sá sem steig upp.
Ég horfði á nokkra leiki með Houston um jólin og ég hreinlega trúði því ekki hvað MaGrady var slappur. Jújú, hann steig upp gegn Spurs og leiddi liðið til sigurs í þeim leik. Held að það hafi frekar verið kæruleisi leikmanna Spurs sem olli því. Jújú, hann er að skora í kringum 25 stig í leik. En þegar á reynir þá hverfur hann alveg. Ég sá leik gegn Golden Stade, og ekki eru þeir góðir, en þeir héldu í Houston og leikurinn var mjög jafn. Yao Ming í bölvuðu rugli eins og venjulega og liðinu vantaði alveg sárlega leiðtoga inná völlinn til að rífa það upp. Það var ekki MaGrady sem steig upp, hann setti bara hausinn niður í bringu. Það var Bob Sura sem steig upp og reif Houston liðið áfram. Og það er Sura sem heldur liðinu oftast á floti í jöfnum leikjum. Ekki MaGrady eða Ming.
Þó að MaGrady og Carter eru með flotta tölfræði þá þýðir það ekki að þarna séu á ferðinn frábærir leikmenn.